XD= 80% gegn Borgarlínu

BorgarlinaFrettabladid2022Ný skoðanakönnun Prósents um Borgarlínu og þéttingu byggðar í Reykjavík sýnir hvellskýra andstöðu kjósenda Sjálfstæðisflokks (XD) og Miðflokks við hvort tveggja. Af þeim sem tóku afstöðu, þá eru 80% af XD andvíg Borgarlínu og 73% gegn þéttingu byggðar. Miðflokkurinn er ennþá meira afgerandi þarna megin.

Kjósendur Samfylkingar eru hins vegar nær algerlega fylgjandi hvoru tveggja, af þeim sem afstöðu tóku, 98% Borgarlínu og 91% þéttingu byggðar. Vinstri græn eru líka þeim megin, 92% fylgjandi Borgarlínu og 72% með þéttingu byggðar.

Ekkert er að marka orð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu klofnir í þessum málum, sbr. tölurnar hér að ofan. Ný forysta flokksins hlýtur að fylgja afgerandi vilja sinna kjósenda, þegar ljóst er að skoðanir þeirra standa beint gegn ríkjandi meirihluta og flokkurinn þurfi að komast í aðstöðu til þess að breyta ríkjandi stefnu meirihlutans í borginni.

Eftirgjöf hér þýðir uppgjöf, eins og amk. síðasta áratug.


Bloggfærslur 28. mars 2022

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband