Erfiðið út í buskann

DSC09053 Eldgos IvarP 2024-7Nú í nótt horfði ég út um gluggann á 7. eldgosið á Reykjanesi á árinu 2024 fara af stað og spúa ógnarmagni af gróðurhúsa- lofttegundum út úr sér. Þeir klukkutímar gerðu að engu alla milljarðaeyðsluna, skattana, aukavinnuna, streituna og erfiðið sem almenningur er látinn taka á sig í ár vegna losunartrúar flestra pólitíkusa. Svo ætla þegnarnir að kjósa sömu álögur eða meiri vegna gufutrúarinnar næstu fjögur árin, að fjölga göddunum á sjálfspíningarsvipunni.

Hvað þarf til?

Hvað þarf eiginlega til svo að þið hættið þessu? Gos í Kötlu, Bárðarbungu, Öskju í viðbót við sjö gos á Reykjanesi á ári? Nei, ekkert náttúrulegt virðist virka til þess. Aðalmálið er víst öreindin sem kemur úr púströrum bensín- og dísilbíla á Íslandi. Á meðan hlæja Bandaríkin, Kína, Rússland og Indland alla leið í bankann. 


mbl.is Gosið gæti varað lengur: Meiri fyrirstaða í gosrásinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. nóvember 2024

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband