Vélstjóranum að kenna

Limmi med svartar rudurGylfi viðskiptaráðherra fylgir fordæmi Jóhönnu vel. Gegnsæja ríkisstjórnin er einungis alveg glær þegar kemur að spurningum um verk hennar. Annars er límúsína hennar með kolsvartar rúður, líka framrúðu, enda er óvíst hvert farið er eða hvort manneskja sé yfirleitt við stýrið.  Alls kyns samningar eiga sér stað þarna inni, sem enginn fær að heyra um fyrr en það er löngu orðið of seint.

Allir fra bordiPakkið á fyrsta farrými

Ef Jóhanna og Steingrímur hefðu stýrt Titanic forðum, þá hefði Jóhanna sagt „Enginn varaði mig við ísjökunum“. Síðan hefði hún bent á það að vélstjórinn hafi sett skipið á fulla ferð áfram, hann sé ábyrgur. En Steingrímur J. hefði sagt: „Mátulegt á þetta pakk á 1. farrými“, á meðan allir sukku og almúginn var fastur inni í skipinu.

 

 Refsing fyrir lífstíð?

Í síðustu Alþingiskosningum hugðust margir kjósendur Sjálfstæðisflokksins refsa flokknum fyrir að hafa m.a. þegið of háa kosningastyrki í góðærinu. En umvöndunin breyttist í 100 vandarhögg á bert bakið í formi einnar slökustu ríkisstjórnar allra tíma. Varla var það ætlun þessarra sjálfstæðu kjósenda, sem eiga nú verulega á hættu að missa einmitt það sjálfstæði sitt sem þeir hafa notið hingað til.

 

Svo bregðast krosstré

Svika- Grímur brást ítrekað flokki sínum og þjóðinni allri. Kletturinn sem byggja átti á reyndist sandhrúga sem lagast eftir öldufallinu. Samt heldur hann enn lyklunum að fjárhirslunum, en hefur gert aukalyklasett fyrir hina nýju erlendu vini sína í AGS.Kotturinn

 

Látum sjálfskvölinni linna

Við Íslendingar sem teljumst gjarnan fremst í flestu á mann, náum kannski verðlaunum í þetta sinn fyrir „Mesta Masókisma á mann“, núna annað árið í röð. Sjálfskvalarhvöt hlýtur að vera helsta skýringin á því að við látum enn þessa Jóhönnu- óstjórn yfir okkur ganga, ítrekað og endalaust og virðumst bara biðja um meira við hvert högg.  En vandarhöggunum verður að linna svo að sárin megi gróa. Látum þessa ríkisstjórn  tilheyra sögubókunum strax, svo að hún nái ekki að setja okkur í sama kafla þeirra bóka og Weimar- lýðveldið er, eða aðrar ríkisstjórnir sem brugðist hafa herfilega í sögunni.


mbl.is Ráðuneytisstjóri hafði þrjú álit undir höndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Oddsson

Þessi Titanic líking þín er algjör snilld :)

Davíð Oddsson, 13.8.2010 kl. 09:55

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Mæltu manna heilastur

Einar Guðjónsson, 13.8.2010 kl. 10:16

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Weimar líkingin er einnig nærtæk.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.8.2010 kl. 11:16

4 Smámynd: Benedikta E

Ívar - Hvaða aðferð leggur þú til að verði farin - við að losna við Jóhönnu-óstjórnina - STRAX -

Benedikta E, 13.8.2010 kl. 12:20

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Titanic og Weimar; tekurðu nógu djúpt í árinni Ívar?  Þetta jaðrar við kurteisi hjal þegar átt er við ótínda ............

Magnús Sigurðsson, 13.8.2010 kl. 12:36

6 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Adeilis frábær pistill, ekki síst Titanic- líkingin. Og Weimar- lýðveldið gafst upp fyrir háværum „mótmælendum“ sem vildu „nýja menn“ til valda.

Vilhjálmur Eyþórsson, 13.8.2010 kl. 12:55

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir undirtektirnar. Senan úr Titanic- myndinni stóð mér skýrt fyrir augum þegar ég vaknaði í morgun: hrópandi fólkið af 2. klassa lokað á bak við grindurnar sem héldu þeim frá efra dekkinu. Fyrsti klassi komst svo helst í bátana, enda hjálpað af skipsstjórnendum til þess.

Upplausnin í Weimar- lýðveldinu var mikil árið 1923. Amerískir bankar lánuðu Þýskalandi mikið til þess að það greiddi stríðsskaðabætur skv. Versalasamningunum. Stjórnin prentaði peninga á meðan, sem urðu verðlausir. Upplausnin hjálpaði málstað Hitlers. Eins komust Stalín og Mussolini til áhrifa á sama tíma í sínum löndum. Þrá fólks eftir stöðugleika og öryggi varð mikil. Öfgafullir karakterar juku fylgi sitt.

Ísland þolir ekki veikar popúlistastjórnir, sem enda með sósíalistísku alræði eins og Steingríms J. Sigfússonar, með Jóhönnu í hnipri að senda SMS (eða er það Donkey Kong?) eins og við sjáum hana í þingsjónvarpinu. Hún var víst ekki látin vita að hún ætti að stjórna landinu. Steingrímur J. fékk allt vald sem hann vildi og ræður flestum fyrirtækjum landsins í gegn um bankaleifarnar. Við sjáum hvejrir hagnast helst á því.

Ívar Pálsson, 13.8.2010 kl. 16:08

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Ívar,ég sé framtíðarstjórn/bjargvætti/ í ykkur öllum. Háværir ræðuskörungar eins og sagt er að Gylfi(viðskiptaráðherra) hafi verið og virkað vel á fólk, fyrst eftir hrun,  eru oftast "Fullur." (les. ómark).                                                                               Leynt í hugskoti mínu leynist sannleikur þessarar hendingar:"Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott." Meina´ða  sjá má núna  hvað býr í þessum fjölmörgu liðleskjum,sem aldrei hafa dyfið hendi í kalt vatn,finnst eins og það að vinna einhverntíma við frumatvinnugreinarnar, sé eins konar manndómsskírn.  Þar bera þeir mest úr bítum sem vinna mest og best,þar nægði manni viðurkenningin ein,án aukagreiðslna.

Helga Kristjánsdóttir, 13.8.2010 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband