Hver borgar skattinn?

byebyemoney.pngSteingrímur J. og Bandaríkjaforseti hljóta að hafa lagt saman á ráðin í ídealískri skattgleði sinni. Fyrir hrun greiddi ríkasta 1% Bandaríkjamanna tæp 40% heildar- tekjuskatts einstaklinga, þótt það hafi þénað „aðeins“ 22% framtaldra tekna (sbr. WSJ). Ríkasta 2,3% Bandaríkjamanna greiddi um 62% heildartekna ríkissins af tekjuskatti einstaklinga. Nú ætlar Bandaríkjaforseti að skattleggja þau sérstaklega umfram aðra, án þess að gera ráð fyrir breyttri hegðun eða andsvari, þótt hópurinn hafi líka snarminnkað. Hann heldur líka að millistéttin sleppi.

 

Hér heldur fjármálaráðherrann að hækkun fjármagnstekjuskatts um 80% (eða meira) skili sér þrátt fyrir hrunið. Fólk lifi á fornu fé og hagi ekki seglum eftir vindi. En öðru nær, byrinn stendur af landi, tími er kominn fyrir fjármagnseigendur að sigla.

 

PS: Einn er þó munurinn: Steingrímur J. heldur ekki að millistéttin sleppi. Hann ætlar að ná henni allri.


mbl.is 70 milljarða samdráttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Það liggur við að Obama og SJS hafi setið sama fyrirlesturinn um hvernig á að kafsigla hagkerfi og hafi síðan fylgt glærupunktunum þar af mikilli nákvæmni.

  • Prenta peninga / flytja inn peninga
  • Hækka skatta
  • Fjölga sköttum
  • Veifa allskyns tilskipunum framan í hina og þessa sem hlýða ekki og koma á lagalegri óvissu
  • Kenna fráfarandi stjórn um allt
  • Osfrv.

Geir Ágústsson, 28.9.2010 kl. 08:03

2 Smámynd: Jóhannes Birgir Jensson

Mér sýnist sem að grey ofurríka fólkið hafi efni á því að borga skatt eftir að hafa fengið þessa feitu dúsu frá Bush:

http://www.nytimes.com/interactive/2010/09/19/weekinreview/19marsh.html

Sé ekki þarna að ríkustu 3% séu að borga 62% heldur tæp 18%

Jóhannes Birgir Jensson, 28.9.2010 kl. 08:37

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Sammála, Geir. Takk fyrir tilvísunina, Jóhannes Birgir, en ég deili ekki ályktunum þínum. Tölur WSJ standa fyrir sínu og raunar NYT fyrir sínu. T.d. er WSJ með hlutfall skattgreiðenda (165m af 300m), ekki allra eins og NYT. Svo sést heildarhlutfallið lengst til vinstri hjá NYT.

Annars get ég ekki skýrt mismun þeirra, en aðalatriðin standa að ríkasta fólkið greiðir lang- langstærstan hluta skattanna. Ekki er spurning hvort þau geti greitt ennþá meir, heldur hvort þau muni gera það eða ekki með enn auknum álögum. Þau greiða fyrir amk. helming samneyslunnar og fara ekki að greiða öllu hærra af því að pólítíkus nr.1 ákveður það. Allar álögur hafa áhrif á aðgerðir fólks eftir hækkun, sérstaklega á þá ríkustu sem taka til varnarráða.

Það kom Steingrími á óvart að áfengishækkunin skilaði ekki meiri tekjum. Furðulegt, fólk bruggaði meira og keypti ódýrari vín! Hvaða ósvífni er þetta í almenningi og markaðnum!

Ívar Pálsson, 28.9.2010 kl. 09:15

4 Smámynd: Davíð Oddsson

Jóhannes: Reyndar eru tekjuhæstu 0.9% að borga um 25,5% af heildarskatttekjum ríkisins. Næstu 3,4% þar fyrir neðan borga síðan 17,2% af heildarskatttekjum. Samtals eru því 4,3% Bandaríkjamanna að borga 42,7% af skatttekjum - samkvæmt þessari töflu sem þú bendir á.

Samkvæmt töflunni, sést líka að þeir ríkustu borga mun meiri skatt en þeir sem minna hafa (allt frá 31% skatt hjá tekjuhæsta 0.1% niður í 4,6% hjá þeim tekjulægstu), þannig að ég sé ekki þessa "feitu dúsu" sem þú talar um :þ

Vissulega stangast þessar tölur á við það sem greinarhöfundur nefnir - en hins vegar þykir mér allt í lagi að vitna rétt í sínar eigin heimildir :)

Davíð Oddsson, 28.9.2010 kl. 09:30

5 Smámynd: Haraldur Hansson

"Ekki spurning hvort þau geti greitt ennþá meir, heldur hvort þau muni gera það eða ekki ..." segir Ívar í athugasemd.

Það rímar við greinina You Can't Soak the Rich, sem var fyrst birt í Wall Street Journal vorið 2008. Það var í framhaldi af viðbótarrannsóknum blaðsins á Hauser's Law. Einng frekari pælingar hér

Þótt þarna sé verið að rannsaka USA bendi ég á þetta sem innlegg í umræðuna.

Haraldur Hansson, 28.9.2010 kl. 12:22

6 Smámynd: Jóhannes Birgir Jensson

Dúsan er lengst til hægri, upphæðin sem hver um sig hefur sparað á skattalækkununum.

Hægra skífuritið er hlutfallið af Federal Taxes sem hver hópur borgar, þar sem +1m eru að borga 17,9% (12,3% af því frá þeim sem þéna +7.7m).

Jóhannes Birgir Jensson, 28.9.2010 kl. 14:44

7 Smámynd: Davíð Oddsson

Þannig að þegar skattar eru lækkaðir, þá er það "dúsa" til almennings? Ég ætla rétt að vona að þú verðir aldrei í ríkisstjórn með svona hugsunarhátt Jóhannes minn.

Davíð Oddsson, 28.9.2010 kl. 20:08

8 Smámynd: Davíð Oddsson

Ef ríkið vildi virkilega auka skatttekjurnar, þá er besta ráðið að lækka tekjuskatt og hækka í staðinn neysluskatta (en undanskilja ákveðnar grunnþarfir, s.s. matvæli).

Þannig hefur almenningur meiri pening til að eyða í neyslu, sem þá skilar sér í auknum tekjum í ríkissjóð. Það skapar líka meiri veltu á markaðnum, sem leiðir til meiri tekjuafgangs fyrirtækjanna - sem aftur skilar auknum tekjum í ríkiskassann...

Með lægri tekjuskatti minnkar líka "þörfin" til að stinga undan skattinum, þar sem það svarar ekki lengur kostnaði að reyna að snuða skattmann.

Fyrir utan það hvað þetta virkar mun betur fyrir hagkerfið í heild, þá er þetta líka eina leiðin þar sem allir vinna.

Davíð Oddsson, 28.9.2010 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband