Beiðni til ungra íslenskra kvenna

tyrkland_mail_jjones.pngÍsland er víst með mesta jafnrétti kynjanna í heimi, enn eitt árið. Ungar menntaðar konur í þéttbýli er sá hópur landsins sem líklegastur er til þess að kjósa inngöngu þjóðarinnar í Evrópusambandið. Þessi hópur þarf að íhuga nokkrar staðreyndir, óháð efnahagsþrengingum ESB eða atvinnuleysinu þar, róstri á vinnumarkaði, Evruþrengingum, yfirstjórn ofar þjóðþingum eða öðrum meginþáttum tilverunnar í ESB í dag. Þær þurfa að íhuga hvert stefnir í nánustu framtíð bandalagsins í jafnréttismálum kynjanna.

Tyrkland inn í ESB?

Um það leyti sem Ísland gengi í ESB, væri loks komið að Tyrklandi eftir áratuga bið. Þrýstingur á að það gerist eykst stöðugt, sérstaklega frá Miðjarðarhafslöndum eins og Spáni og Ítalíu. Nýlega bættist öflugur liðsmaður utanað við, Obama Bandaríkjaforseti, er hann sagði ríki sitt vera sterkan stuðningsaðila inngöngu Tyrklands í ESB. Þeir ESB- fyrirlesarar sem hingað hafa komið hafa einum rómi sagt Tyrkland vera velkomið í ESB.

jafnrettievropamidasia.pngSameiginleg gildi? Frelsi?

Tyrkland er statt hinum megin á listanum við Ísland í jafnréttismálum kynjanna, yfirleitt með 5-10 neðstu ríkjunum í hópi með Íran og Saudi- Arabíu. Um 99,8% þjóðarinnar eru múhammeðstrúar, sem þýðir að kristnir í Tyrklandi eru færri heldur en Reykvíkingar. Rúmlega sjötíu og sex milljónir Tyrkja játa Islamstrú og þeim gildum sem henni fylgja. Um 80% kvennanna eru læsar og því eru um 8 milljónir ólæsar eða um 24 Íslönd. Hvernig á að ná til þeirra? Ef Íslendingar halda að þeir gætu breytt einhverju, þá má benda á að staða Tyrklands á fyrrnefndum lista hefur aðeins hækkað um 0,4% síðan 2006.

Olli Rehn, fyrrum stækkunarmálastjóri ESB segist litla samúð hafa fyrir menningarlegri eða trúarlegri andstöðu við inngöngu Tyrklands í ESB, því að fyrir sér sé „...ESB ekki klúbbur kristinna heldur samfélag um gildi tengd frjálsræði og frelsi“.

Þá kemur að hlut Eiríks Bergmann í sjónvarpsfréttum RÚV sunnudagskvöldið 17. október 2010. Hann kemur til varnar fjölmenningarsamfélaginu, sem Angela Merkel kanslari Þýskalands sagði nýlega að hefði algerlega brugðist í Þýskalandi núverandi mynd og aðild Tyrkja að Evrópusambandinu, sem hún er andsnúin eins og meirihluti Þjóðverja.

Eiríkur sagði: „Angela Merkel lét ummælin falla við andstöðu við aðild Tyrklands að Evrópusambandinu“.

Engin furða, þar sem síðustu varnir gegn Tyrkjaflóðinu mikla falla hvert af öðru og meirihluti Þjóðverja gerir sér grein fyrir því hver útkoman verður ef Tyrkland er samþykkt inn í ESB. Fyrir utan hrikaleg áhrif á lífeyri, efnahag og daglegt líf hins almenna Þjóðverja eða ESB- búa yfirleitt, þá vita þeir hvernig ástandið er í Tyrklandi í uppáhaldsmálum ESB- Samfylkingar: arfaslakt jafnrétti sbr. að ofan, takmörkuð mannréttindi og tjáningarfrelsi, skortur á trúar- og menningarlegu umburðarlyndi, kúgun minnihlutahópa (Kúrda, Armena) og beiting hervalds (á N- Kýpur og víðar), enda herforingjastjórnir tíðar á síðustu áratugum. Angela Merkel segir aðild ekki vera einstefnugötu og að Tyrkland verði að uppfylla öll skilyrði aðildar.  Hún er því einn harðasti útvörður ESB fyrir þeim gildum sem Evrópusinnar hér segjast aðhyllast, en verður nú að sæta því að vera útmáluð í hóp lýðskrumara af ofur- Evrópusinnanum Eiríki Bergmann!

TekjurIslandTyrklandVitnum enn í Eirík á RÚV:  „Á níunda og tíunda áratugnum kom fyrsta bylgjan af þessari kynþáttahyggju. Nú er önnur bylgjan að skella á Evrópu eins og flóðbylgja“. Af hverju skyldi það vera, ef kynþáttahyggju skyldi kalla? Frekar ætti að kalla þetta raunsæi. Milljónir Tyrkja hafa þegar sest að í Þýskalandi án þess að aðlagast flestir fyllilega að samfélaginu. Þjóðverjum sem fyrir eru óar við því að taka á móti kannski tugmilljón í viðbót við inngöngu Tyrklands í ESB, enda hafa Tyrkir þá fullan rétt og yrði stærsta þjóðin í ESB, líklega um 80-85 milljónir innan 20 ára, en innfæddum Þjóðverjum fækkar stöðugt.

Eiríkur gat eftirfarandi:  “Hér er stjórnmálaástandið þannig að allt er galopið og mjög auðvelt fyrir lýðskrumara að koma fram og nýta sér slíkt ástand“. Einmitt! Hann vill kannski ESB- alræði en við kjósum það opið. Lýðskrumararnir eru þeir sem þykjast fylgja lýðræði, jafnrétti kynjanna, mannréttindum og Skandinavískum gildum en ætla að drekkja okkur í fólksflaumi afturhalds í þeim málum og hirða af okkur sjálfræði og fullveldi í leiðinni.

Áskorun

Ungar, íslenskar, menntaðar konur í þéttbýli: Ef þið viljið eiga einhverja von á því að halda áunnum réttindum ykkar á ykkar met- langa lífi hér á Íslandi, haldið ykkur fjarri frá hugmyndum um aðild að Evrópusambandinu og mjúkmæltum sölumönnum þess.

 

PS: Eftir skrif greinarinnar rakst ég á þessa ágætu bresku grein í the Daily Mail:

 http://www.dailymail.co.uk/debate/columnists/article-489557/Britain-scarcely-recognisable-50-years-immigration-deluge-continues.html

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mjög góð grein og ætti að vekja JÁ-sinna aðeins til umhugsunar.

Jóhann Elíasson, 31.10.2010 kl. 10:37

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk Jóhann. Yfirleitt þorir fólk ekki að ræða þetta af því að umræðan fer út í kynþáttafordóma, sem á ekki við. Höfundur DailyMail greinarinnar tekur vel á því atriði: T.d. eru það ekki kynþáttafordómar í Frökkum gagnvart Bretum þegar frakkar verða óhressir yfir flaumi Breta yfir byggðir þeirra. Það er sama af hvaða kynþætti maður er sem heftir t.d. frelsi kvenna í skjóli ríkistrúarinnar. Málið er hvaða reglum og gildum er fylgt. Íslendingar hefðu alltaf storminn í fangið í þessu. Berum það síðan saman við Skandinavíu, en þau lönd eru öll efst á kvenréttindalistanum.

Ívar Pálsson, 31.10.2010 kl. 10:52

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Fín samtantekt. Tyrkir hafa neitað að laga mannréttindin sín og það yrði næsta ótrúlegt ef þeir kæmist svo upp með það m.a. í skjóli skandinavíískrar jafnaðarmennsku.

Guðmundur St Ragnarsson, 31.10.2010 kl. 11:37

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér greinina Ívar, hún er íhugunarefni fyrir fleira fólk en ungar konur. Þess má líka minnast, að í Tyrklandi er nú islamistastjórn við völd, ekki af öfgfyllsta taginu, en þó stjórn sem vill minnka þá veraldarvæðingu sem Musafa Kemal hóf í landinu um 1921, m.a. með afnámi khalífaveldis og aðgreiningu hins veraldlega og trúarlega. Núverandi stjórnvöld þar fengu meirihluta á þingi þrátt fyrir að ná ekki nema rúmum 1/3 greiddra atkvæða, en óréttlát kosningalög tryggu þeim þetta.

Við Íslendingar þekkjum af Sophiu Hansen-málinu hörku islamista í Tyrklandi. Þar er sannarlega erfitt að treysta á jafnrétti kynjanna eða jafnvel aðgang "vantrúaðrar" móður að börnum sínum, ef faðirinn vill fara eigin leið og nýtur við það hjálpar fjöldahreyfingar í eigin landi og vilhallra dómstóla þar.

Annað hörmungarmál eru "heiðursmorð" múslimskra, jafnvel hér á Norðurlöndunum. Foreldrar ungra múslimskra kvenna eru gjarnari á að sækja þeim kvonfang meðal eigin upprunaþjóðar, með því að sækja það jafnvel til frændfólks síns, heldur en meðal þjóðarinnar i gistilandinu, og þegar ung stúlka fer út í ástarsamband við kristinn eða ómúslimskan mann, getur hún ekki lengur verið óhult um líf sitt vegna afvegaleiddra og háskalegra "heiðurs"-hugmynda föður hennar, bræðra eða frænda.

Þá verður að minnast þess, að ástæðan fyrir áhuganum á því að taka Tyrkland inn í ESB er ekki aðeins umsókn ríkisstjórnar þeirra, heldur sá vinnuaflsskortur, sem taka mun við í ESB, þegar áhrifanna af gríðarlegri fólksfækkun þar vegna of fárra fæðinga og fjölgunar aldraðra fer að gæta eftir um 15–25 ár. ESB-þjóðirnar neyðast þá til að opna sig í miklum mæli fyrir nágrannaþjóðum, en líklegasta leiðin yrði inntaka Tyrklands í bandalagið.

Svo ættu ungar íslenzkar konur sem aðrir að hafna þeirri uppgjafarhugsun gavart möguleikum okkar til sjálfstæðs þjóðríkis, sem nú einkennir tal sumra, þ.e. að svo slæm sé stjórn okkar á eigin landi, að skárra sé jafnvel að lúta stjórn frá Brussel. Þetta er ótrúleg skammtímahugsun. Við einfaldlega lögum stjórnarhætti okkar, m.a. með starfi stjórnlagaþings, komum á betri kosningalögum og veljum ábyrgara fólk á Alþingi, óháð spillingarstyrkjum og flokksræði.

Jón Valur Jensson, 31.10.2010 kl. 12:24

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mústafa Kemal Atatürk!

Jón Valur Jensson, 31.10.2010 kl. 12:27

6 Smámynd: Davíð Oddsson

Athyglisverður punktur hjá þér Ívar og vel settur fram eins og þín er von og vísa.

Davíð Oddsson, 31.10.2010 kl. 12:46

7 Smámynd: Vendetta

Ímynd Tyrklands sem evrópskt ríki án múslímskra öfga nær aðeins til Ankara, Istanbul, Ismir og ferðamannastaði. Meginþorri þeirra Tyrkja, sem lifa í fortíðinni búa á landbyggðinni (í daglegu tali nefnt sem Anatólíska hásléttan), þar sem ekkert hefur breytzt frá því á dögum Ottoman kalífaveldisins.

Það er ófrávíkjanleg regla meðal foreldra í tyrkneskum fjölskyldum í Vestur- og Norður-Evrópu að finna maka fyrir börn sín í gamla landinu frekar en meðal vestrænna múslíma, oftast í óþökk barnanna. Og það hefur verið áberandi í Danmörku amk. hvað makarnir (nýkvæntir eiginmenn sem flytjast í kjölfarið til V-Evrópu) eru afturhaldssamir og öfgafullir varðandi hvernig brúðir þeirra eigi að hegða sér. Stúlkurnar eru að sjálfsögðu óhressar með þetta, hafa enda vanizt (eða allavega orðið vitni að) frelsinu sem evrópskar stúlkur hafa. Þetta er ein aðalástæðan fyrir því að múslímarnir aðlagast ekki. Því að með hverri gjafvaxta kynslóð þeytist fjölskyldan aftur á reit A, fleiri aldir aftur í tímann. Þannig verður hverfandi lítil framför í þessum aðlögunarmálum.

Það er ekki aðeins út af einangrun að 3. og 4. ættliður innflytjenda í Berlin á erfitt með að bjarga sér á þýzku, heldur vegna þess siðar að sækja alltaf makann frá anatólísku hásléttunni. Í Danmörku var þetta stöðvað, þegar krötunum var vikið frá eftir kosningarnar árið 2001 og sett skilyrði um þannig innflutning sem afleiðingu af nauðungarhjónaböndum, m.a. 24-ára reglan, sem bitnaði því miður líka á nokkrum hjónaböndum sem ekki voru neydd (þ.e. fjölskyldum sem hvorki voru múslímar né hindúar).

Það eru áhöld um það hvað muni gerast á vinnumörkuðum innan ESB, ef Tyrkir yrðu meðlimir. Það hafa áður verið settar reglur um flutning Rúmena og Búlgara til annarra ESB-landa, hugsanlega verða settir einhverjir kvótar, þótt það verði erfitt þegar Tyrklend verður orðið annað fjölmennasta ESB-ríkið og myndi reyna að koma í veg fyrir það. Á hinn bóginn er augljóst, að það yrðu aðallega ófaglærðir sem tyrknesk aðild myndi bitna á, þar eð Tyrkir geta gengið strax í þau störf undir taxta og mundu þá vera í beinni samkeppni við ólöglega innflytjendur frá Norður-Afríku og Rómönsku Ameríku, sem hafa hræðileg atvinnuskilyrði, allavega á Spáni.

Vendetta, 31.10.2010 kl. 16:00

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Á endanum munu peningarnir ráða og þar ræður orkan mestu. Tyrkland er hlið ESB að Mið-Asíu og þangað þarf að leita til að tryggja nægilegt framboð af orku í framtíðinni. Ætli orka og fjármunir verði þá ekki þyngri á metunum en jafnrétti kynjanna og almenn mannréttindi.

Tyrkland verður "aðeins" næstfjölmennasta landið í ESB en Tyrkir líklega fjölmennasta þjóðin. Menn geta svo reiknað hvaða áhrif það hefði á atkvæðavægi Íslands í ráðherraráðinu.

Haraldur Hansson, 31.10.2010 kl. 16:32

9 Smámynd: Vendetta

Skv. tölum frá CIA er Tyrkland í 145. sæti með 14.1% atvinnuleysi (tölur 2009), sem er mun hærra en meðaltal í ESB (einu ESB-löndin sem voru með fleiri atvinnulausa 2009 voru Spánn og Lettland). Árið 2008 var atvinnuleysið í Tyrklandi 11,8%, þannig að vegna kreppunnar jókst það um rúm 2%. Í viðbót við þá 1,2 milljón tyrkneskra ríkisborgara sem eru í vinnu utan Tyrklands, þá munu þessi 14% (allt að 10 milljón) leita vinnu í öðrum ESB-ríkjum eftir aðild.

Athugið, að atvinnuleysi í Tyrklandi sé enn hærra en 14%, ef konur sem ekki eru á atvinnuleysisskrá eru teknar með, svo að efitt er að bera saman við Vesturlönd. Á hinn bóginn er það þekkt að allar ríkisstjórnir reyna að fegra atvinnuleysistölur á ýmsan hátt. Þannig eru þúsundir atvinnulausra í Danmörku, sem sveitarfélög neyða í "endurhæfingu" (tilgangslaus atvinnuleitarnámskeið, sem ekki leiða til atvinnu) teknir út úr kerfinu.

Svo er líka spurning um hversu áreiðanlegar/hlutlausar tölur fást frá CIA, sem er vinveitt Tyrklandi. En til samanburðar eru hér mánaðarlegar tölur frá öðrum heimildum, sem sýnir atvinnuleysi frá feb. 2008 til júlí 2010.

Vendetta, 31.10.2010 kl. 16:33

10 Smámynd: Vendetta

Fyrir þá sem hafa áhuga, þá er hér yfirlit yfir hagtölur (landsframleiðslu, atvinnuleysi, verðbólgu, fjárlagahalla) allra landa. Gröf með mánaðarlegum tölum fást með því að smella á tölurnar.

Vendetta, 31.10.2010 kl. 16:50

11 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir áhugaverða umræðu og tenglana. Sjálfur nota ég einmitt CIA Factbook en gott að hafa hitt til samanburðar.

Haraldur greip einmitt á því sem virðist ætla að ráð inngöngu Tyrklands, orkan, en einnig herfræðileg staða. Allir hinir vankantarnir á aðild fjúka út um gluggann eins og hér, þegar um er að ræða orku og auðlindir. Olíu- og gasleiðslur Tyrklands munu nú mata Evrópu og það ásamt lykil- heraðstöðu gerir þeim fært að krefjast aðildar eftir heillanga umsóknar- og aðlögunarferlið sitt. Ekkert ESB- ríkjanna 27 mun brátt þora að standa á móti aðild. Næstu áramót er líklegur ákvörðunartími.

Ívar Pálsson, 31.10.2010 kl. 17:44

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vendetta er líka frábær fróðleiksmaður um þessi mál o.fl.

Jón Valur Jensson, 1.11.2010 kl. 01:55

13 Smámynd: Vesturfari

Gott hjá þér Ívar.  Það mun ekki bæta efnahag Íslendinga að ganga í þetta 'Efnahagsbandalag'.  Afleiðingarnar munu líkjast hverju búast má við ef Bandaríkin opnuðu landamærin milli USA og Mexicó.

Vesturfari, 1.11.2010 kl. 03:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband