Hérinn í snjónum

fjallaskidi_ivar_palsson1.pngHrikalega er snjórinn frískandi. Ég laumaðist í fyrradag í hressa TKS hlaupahópinn á Seltjarnarnesi með hundslappadrífuna bráðnandi á sveittum vöngum. Svo lá þessi snjór svo freistandi í blíðunni í gær eftir að bærinn hafði sem betur fer skafið hann hæfilega saman í kant sjávarstígsins að ég dró fjallaskíðin góðu út, setti á mig jöklaklossana og bakpoka og renndi mér af stað að Nauthólsvíkinni, sem var baðstaður fyrir örskotsstundu.

Ég mæli eindregið með þessari þerapíu. Ekki var þurr þráður eftir á mér að rembast þetta áfram á lúsarhraða í logninu. Þó gaf ég mér tíma til að virða fyrir mér ægifagran Skerjafjörðinn og anda að mér tærasta lofti, jónum hlöðnu.

heri_finnlandi.pngAnnmarkar mínir komu þó fljótt í ljós: Ég er raunar eins og kanína, eða í besta lagi héri. Vöðvar handleggjanna hafa gleymst í gegn um árin á meðan neðri hlutinn hleypur upp um fjöll og firnindi. Samt gat ég ekki hoppað upp á svalirnar á annarri hæð eins og hérinn í hlutföllum sínum. Raunar var erfitt að ganga upp stigann!kanina_kate.png


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband