Kyoto2 er dautt

cancun350orgap.pngAfar villandi fréttum er nú dreift um Cancun- ráðstefnuna, þ.á.m. frá Utanríkisráðuneytinu. Ljóst var að engin samstaða náðist um það sem stefnt var að frekar en í Kaupmannahöfn fyrir ári. Niðurstaðan er sú að heimssamningur um lagalega bindandi losunartakmarkanir á koltvísýring fæst aldrei samþykktur og þessi ráðstefna gerði endanlega út um það mál, þótt jafnan sé vísað til fundar næsta árs svo að fundahaldinu ljúki aldrei.

Hinir stóru eru víðs fjarri

Fréttalisti fjölmiðla um ráðstefnuna fylgir hér að neðan. Þar kemur skýrt fram að helstu losunarríkin, Kína, Bandaríkin, Rússland, Indland, Kanada, Japan ofl. munu ekki skrifa upp á lagalega bindandi alþjóðasamninga um losunartakmarkanir á gróðurhúsalofttegundum. Áframhald Kyoto- samkomulags hefði því ekki undirskrift 70% heildarinnar. Það væri eins og samkomulag um takmarkanir á gosdrykkjamarkaði veraldar væri ekki undirritað af Coca-Cola, Pepsi og öðrum helstu tegundum á heimsvísu, en aðeins af Spur Cola, Sinalco og Egils-Appelsíni . Því hefur Kyoto 2 engar líkur á því að verða til nema sem merkingarlaust plagg, sem kemur raunveruleikanum ekkert við.

Marklaust plagg um sníkjusjóðinn

En 15.000 manna Cancún- ráðstefnan varð að láta fólk halda andliti sínu. Þá var búið til plagg eins og í Kaupmannahöfn árið 2009 þar sem „ríku“ þjóðirnar (sem eru raunar á hausnum) samþykkja að búa til 100 milljón dollara sjóð innan níu ára og borga „þróunarríkjum“ (sem eru flest með hraðan hagvöxt) fyrst að við ríku þjóðirnar menguðum svona mikið í fortíðinni.

faststartfinance.pngRíka Ísland dreifir af gæsku sinni

Engu máli skiptir víst að Ísland mengaði ekki í fortíð, nútíð né fyrirsjáanlegri framtíð, heldur skulum við taka rándýrt lán hjá IMF til þess að borga í spillingarbótasjóð til Afríkuríkja og annarra þjóða sem fara í sníkjuþjóðaröð loftslagsþvælunnar. Skerum bara niður í heilbrigðisþjónustu og menntamálum til þess að sinna þessu uppáhaldsmáli  vinstri- 101 kaffihúsaelítunnar. Hún hefur sitt fram að vanda.

Fréttalisti um Cancun ráðstefnuna:

http://unfccc.int/press/news_room/items/2768.php?topic=all

ghgallsmannathjodirisland.png


mbl.is Samkomulag náðist um öll helstu atriði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bergsteinsson

Helsta koldíoxíð- „mengun“ Íslendinga kemur frá gufuaflsvirkjunum þótt fáir virðist vita það. Hins vegar er gaman að þú skulin nefna Pepsi og Kók, því þessi tvö fyrirtæki hafa það að aðalstarfi að dreifa „kolsýrumenguðu“ sykurvatni um heimsbyggðina. „Mengunin“ frá Kók- og Pepsi- þambi heimsbygggðarinnar er nefnilega veruleg.

Jón Bergsteinsson, 11.12.2010 kl. 14:35

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Athugasemdin hér að ofan er frá mér, en ég var óvart innskráður á blogg kunningja míns. Það er vonandi að þetta Kyoto- rugl taki einhvern tíma enda. Nú stefnir í kaldasta vetur í manna minnum í Evrópu, sem hjálpar til.

Þess má geta til gamans, að hitastig í Cancún undanfarna daga hefur verið hið lægsta sem mælst hefur frá upphafi, eða í meira en hundrað ár. Menn eru farnir að kalla þetta Gore- effektið, því hvarvetna sem Al Gore eða aðrir hefja upp raust sína um hlýnin skellur á fimbulvetur og frost. Kaupmannahafnarráðstefnan var upphaf að einhverju mesta kuldakasti í Evrópu í áratugi. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 11.12.2010 kl. 14:43

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Vilhjálmur (AKA Jón), helsti vöxtur í CO2 losun Íslendinga verður víst af gufuaflinu! Og vissulega er maíssýrópsdreifing gosfyrirtækjanna stærri glæpur en að losa gufu út í loftið.

Ívar Pálsson, 11.12.2010 kl. 15:02

4 Smámynd: Halldór Sverrisson

Það ríkti svo sem engin sérstök bjartsýni fyrir fundinn í Cancún. Ég efast um að nægur tími gefist til þess að ná nýju samkomulagi áður en Kyoto rennur út. Það er hins vegar ekkert fagnaðarefni. Mér virðist Íslendingar almennt mjög tómlátir um þetta mál, sem líklega skýrist að hluta af því að íbúum í köldu landi finnst það ekki slæm tilhugsun að það hlýni örlítið. En það gleymist að neyðarástand í heiminum mun ekki síður bitna á okkur en öðrum þjóðum. Þetta er ekki spurning um það hvort heimurinn á að semja um þessi mál; samkomulag verður að nást.

Halldór Sverrisson, 12.12.2010 kl. 15:43

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Verum raunsæ, ekki er hægt að ná samkomulagi á heimsvísu um svona umdeilt mál sem hefur regináhrif á samkeppnishæfi þjóðar eða tekur af henni beinharða peninga sem færu ella í eitthvað bráðnauðsynlegt fyrir þá þjóð.

Engu munar hvað við gerum í þessu, enda er alltaf talað í prósentum eða á mann, ekki í alvöru tölum, sem Hugi staðfesti í ræðunni í Cancun að væru mjög lágar "in absolute terms". Mismunurinn á athöfnum okkar Íslendinga (bestu/verstu) eru bara klukkustundir eða í mesta lagi dagar af Eyjafjallajökulsgosinu. En kostnaðurinn og álögurnar til þess að framkvæma þessa markleysu er beint úr pyngju þjóðarinnar. Því verður að hætta.

Ívar Pálsson, 12.12.2010 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband