Hljóðlaust milljarðasukk

AfrikaBarnMedVelbyssuEnn hefur Þróunarsamvinnustofnun (ÞSSÍ) ekki verið lögð niður, heldur er 2800 milljónum af lánsfé Íslands áætlað til þróunaraðstoðar. Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin opnaði buddu okkar svo ærlega fyrir Afríku 2007-2008 að jafnvel í fyrra fóru mest þangað 4 milljarðar í súginn þegjandi og hljóðalaust. Á næsta ári eiga 1200 milljónir að fara til Malaví, Mósambík og Úganda í stað þess að reka sjúkrahúsin á Íslandi áfram.  Lítum aðeins á vef ÞSSÍ:

http://www.iceida.is/samstarfslond-og-verkefni/uganda/

„Spilling er landlæg í Úganda eins og í mörgum öðrum löndum en heldur hefur þokast í rétta átt. Landið, sem árið 2003 var í 113. sæti af 135 löndum á lista Transparancy International  hefur nú hækkað sig í sæti 105 af 163 (ÍP: raunar 127 aftur árið 2010) og deilir því með Malawi. Spilling er alvarleg hindrun viðskipta og stöðug ógn við fjármál ríkisins þar sem ríkisútgjöld eru ýkt (inflated) vegna vafasamra innkaupa og greiðsla vegna “drauga” í kerfinu svo sem hermanna og nemenda.  Aðgerðir stjórnvalda duga skammt og tafir hafa orðið á rannsókn stórra spillingarmála (m.a. vegna Global Fund) og ákærur fáar.  Samkvæmt skýrslum eftirtlitsstofnunar stjórnvalda  berast þeim flestar kvartanir vegna héraðsstjórna, lögreglu og skólayfirvalda.

Malaví:

Alþjóðastofnanir og vestræn ríki veita landinu öflugan stuðning og fær ríkissjóður landsins um 40% tekna sinna með þróunaraðstoð. Þær fjölþjóðlegu stofnanir sem veita mest til landsins eru Alþjóðabankinn, Evrópusambandið og Afríski þróunarbankinn. (ÍP: aðrar helstu tekjurnar eru af tóbaki).

Mósambík:

Hagvöxtur í Mósambik hefur verið stöðugur eftir einkavæðingu ríkisfyrirtækja í landinu og afnám inn- og útflutningshafta. Erlent fjármagn streymir til landsins í auknum mæli ár hvert í formi fjárfestinga og þróunaraðstoðar. Þótt bylting hafi vissulega orðið í átt til betra lífs í Mósambik er landið þó enn eitt af þeim fátækustu í heimi.“

-----------------------------

Íslendingar taka semsagt fé að láni hjá IMF í algeru hruni og greiða það til spilltustu ríkja í heimi á meðan skorið er niður við trog hér heima. Þannig haldast við heilu þjóðirnar í lási fátæktar, spillingar og ófriðar á meðan misskilin góðsemi pólítíkusa hér sukkar með skuldir landans til eigin upphefðar í kokkteilum „alþjóðasamfélagsins“  í Brussel  og úti um heim. Nú er mál að linni.


mbl.is Verulega skorið við nögl í þróunaraðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ívar, þetta þarf ekki að koma á óvart.  Hvað þá þegar litið er til lista Transparancy International. 

http://www.visir.is/article/20101213/VIDSKIPTI06/59620529 

Magnús Sigurðsson, 13.12.2010 kl. 16:38

2 Smámynd: Magnús Ágústsson

held að það sé full þörf fyrir þessa milljarða á Íslandi og er því sammála þér

messt af þessum peningum fer í spillinguna þarna ekki til aðstoðar 

Magnús Ágústsson, 14.12.2010 kl. 00:32

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Semsagt að þið hér eruð á því að best sé bara að láta þetta lið drepast þarna í Afríku svo við getum keypt okkur Landcruser af því að stjórnvöld séu spillt? Og held að menn ættu nú að fara varlega að vitana í Transparancy International því skv. þeim vorum við minnst spillta landið 2007 eða 2008. Við eru sú þjóð sem eyðum minnstu af okkar þjóðartekjum í þróunarmál af vestrænum þjóðum. Áætlað minnir mig á næsta ári að við eyðum um 0.17% af þjóðartekjum á meðan að mig minnir að t.d. önnur Norðulönd eyði frá 0,5 upp í nærri 1%. Nærri jafnmikið sem hefur veirð eytt í að kaupa nýja Landcrusera nú síðustu mánuði hér.

Síðan vita menn alveg að hér er jákvæður viðskiptajöfnuður og við eyðum ekki í þetta gjaldeyri út sjóðum sem við komum okkur upp með lánum frá AGS.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.12.2010 kl. 01:27

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svo minni ég á að Íslendingar eru með fólk í þessum löndum t.d. Malavi sem fylgir eftir því að peningar séu nýttir í þau verkefni sem við höfum tekði að okkur. Sbr Stefán Jón Hafstein í Malavi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.12.2010 kl. 01:29

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Magnús Helgi: Við ráðum því ekki hvort fólk deyi í Afríku eða ekki. Stjórnvöldum í löndunum ber að sinna sínu fólki með sínu fé, sem er ærið en fer gjarnan í vopnakaup og valdabrölt. Norðmenn eiga 500 milljarða dollara olíusjóð og sjá sér hag í því að eyða einhverju þarna, en við skuldum þúsundir milljarða króna og þyrftum að taka lán til þess að borga þessum herrum.

Skilvirknin er afar lítil og bókhaldið er víst enn minna. Forstöðumaður stofnunar hér á landi sem færi með féð á þennan hátt yrði rekinn eða settur inn. 

Rándýrir Íslendingar í löndunum ná ekkert að breyta kerfunum þar.Reyndu að skoða í hvað t.d. 8 milljarðar síðustu kannski 3ja ára hafa farið í. Ef það hjálpaði 8000 manns þá fór milljón í hvern og einn. En þau voru ekki svo mörg, svöngu börnin sem þú trúir enn á. Þetta voru alls kyns gæluverkefni sem ber ekki að styðja með rándýrum lánspeningum okkar.

Ívar Pálsson, 15.12.2010 kl. 01:38

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Menn eins og Magnús Helgi eru mein Afríku. Afríka er sjálfri sér verst. Innan-Afríkuviðskipti eru einhver þau mest skattlögðu í heimi (tollamúrar og annað). Einræðisherrar þar sofa með Marx og Lenín á náttborðinu og framkvæma stefnu Stalín og Maó á daginn.

Afríka á ekki að fá ölmusa, heldur eiga frjálsari ríki heims að beita Afríku mikilli pólitískri pressu til að gangast alþjóðahagkerfinu á hönd og opna sig fyrir verslun og viðskiptum. 

Geir Ágústsson, 19.12.2010 kl. 23:45

7 Smámynd: Haraldur Baldursson

Snýst ekki málið kannski líka um það að við erum ekki að stilla okkur inn á það sem aðrar þjóðir gera í þróunaraðstoð. Þær þjóðir tengja aðstoðina við eigin vörur og þjónustu. Þær búa til vinnu í eiginlandi með aðstoð sinni. Þannig skilar þróunaraðstoðin ákveðna ríkisstyrki heima fyrir.

Við gætum markað okkur stefnu...t.d. með því að bjóða eingöngu verkfræðiaðstoð, eða unnið að verkefnum með heimamönnum, sem í raun skila framtíðarsamvinnuverkefnum til íslenskra fyrirtækja.

Haraldur Baldursson, 23.12.2010 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband