Icesave- ESB-aðlögun ekki tengd?

Gefum okkur að Icesave- uppgjör og ESB- aðildarumsókn séu ekki tengd mál, þótt erfitt sé að ímynda sér það. Gefum okkur líka að Sjálfsæðisflokkurinn hafi átt drjúgan þátt í Icesave- samningaferlinu. Samt segi ég við þingmenn flokksins:  ekki staðfesta Icesave.  Smá- klúður í fortíð þarf ekki að vera risaklúður framtíðar, sama þótt verið sé að bjarga andlitum og stolti margra. Um er að ræða fjöregg fjöldans, viðkvæman hagvöxt í náinni framtíð.

Gefum okkur líka að ESB- aðildarumsóknin verði dregin til baka um leið og flokkurinn kæmist til valda. Það líst mér á!  Forystan þarf bara að taka þetta skýrt fram strax og þá rýkur kjósendatalan upp í skoðanakönnunum.

Ef Icesave III fer í þjóðaratkvæði eða fær ekki lokasamþykki, þá erum við í góðum málum. En líkurnar þverra með hverjum deginum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Sæll Ívar, tek undir þetta sem og orð þín í Valhöll í dag. Vonandi rennur af mönnum Icesave æðið fljótt og algjörlega.

Jón Baldur Lorange, 8.2.2011 kl. 23:21

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk, Jón Baldur. Ég vil frið eins og aðrir, en trúi því enn að hægt sé að standa á rétti okkar í þessu eins og hvalveiðum, makrílveiðum, fullveldi landsins, sjálfsákvörðunarrétti osfrv. osfrv. 

Kannski er það allt af barnslegri trú, en eftirgjöf í grundvallaratriðum er ekki aðall samningatækninnar, heldur að láta t.d. mótaðilann halda andliti sínu á annan hátt.

Ívar Pálsson, 9.2.2011 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband