Leiðir skiljast fyrir alvöru innan ESB

Cameron neitar ESB

Nú skiljast leiðir: Leiðtogar Bretlands, Svíþjóðar, Tékklands og Ungverjalands standa allir á móti sameiginlegri yfirstjórn fjármála ESB, sem stýrt er af Þýskalandi.  Aðskilnaður Evrusvæðis við hin tíu ESB löndin er orðin að veruleika. Þýskaland fékk allt sitt fram; Evrulöndin fara að breyttum sáttmála ESB með afgerandi refsingum ef bókstafnum er ekki fylgt, allt til bjargar Evrunni.

Moody‘s  lækkaði þrjá af helstu bönkum Frakklands. Þar af þarf Societe Generale hreinnar björgunar við. Regluverkið þarf gagngera endurskoðun og breytingu. Evrópskir bankar reyna að selja eignir til endurfjármögnunar.

 

Bankar á Evrusvæðinu eru í afar alvarlegum vandræðum. Þá vantar mun hærri upphæðir til endurfjármögnunar, sem koma ekki frá markaði. Aðallega franskir og spænskir  bankar, en núna þýskir líka. 

 

Fjárfestar utan ESB forðast almennt Evrópskan skuldamarkað og halda sig sérstaklega utan Evrunnar og Evrulanda, en Evrópulönd með eigin gjaldmiðil njóta þó enn velvildar.

 

Hvaðan koma peningarnir til þess að endurfjármagna bankana? Þeir koma ekki, þannig að bankarnir munu halda áfram að sitja á seðlunum, svo að vöxtur í Evrulöndum er afar ólíklegur.

 

Þar sem ESB er óheimilt að nota Evrópska seðlabankann (ECB) til þess að bjarga fjárhag hverrar þjóðar, þá er hér farin Krísuvíkurleið, að sjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum (IMF) fyrir fé sem nýta má samkvæmt reglum hans til þeirrar aðstoðar við ríkin og bankana sem ekki er leyfð í Lissabon- sáttmála ESB. „En við virðum anda sáttmála Evrópusambandsins“, segir Draghi, forseti ECB!

 

Hér opinberast aðferðafræði Evrópusambandsins og það hver stýrir í raun: Angela Merkel, kanslari Vestur- Þýskalands. Þó vill meirihluti þýsku þjóðarinnar þýska Markið aftur. En ekkert ríki í ESB fær álíka ávöxtunarkröfu á ríkisskuldabréf sín og þýska ríkið með sín 2%. Grikkland verður líkast til skorið af með sín 33% og Portúgal verður í skammarkróknum til eilífðar með sín 13%, en Ítalía og Spánn reyna að halda sér á 5-7% mottunni. Á þessum degi þegar allt er á hvolfi í Evrulöndum, þá hoppar Króatía út í sjóðandi pottinn!

 

Nú er komið að því:  Drögum umsóknina að ESB strax til baka.

 


mbl.is „Erfið en góð ákvörðun"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Ágúst Óskarsson

Þetta þýðir væntanlega algert hrun stórra banka í evrópu, ekki satt?

Sæmundur Ágúst Óskarsson, 9.12.2011 kl. 09:55

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þssi leikur camarons er bara til heimabrúks.

íhaldið þar í landi vildu sjá smá svona stæla.

hann fær klapp á bakið hjá sérhagmsunahópum í smá tíma

svo kemur hann skríðandi milli lappanna.

nema nátturulega að U.K segir sig úr ESB og myndar bandalag með ungverjalandi.

það er það sem þeir vilja

Sleggjan og Hvellurinn, 9.12.2011 kl. 10:02

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Sæmundur, hrun stórra banka í Evrópu hefur legið fyrir, en ESB hefur sífellt frestað hinu óumflýjanlega með því að koma öllum til bjargar, eins vitlaust og það er. Núna er engin breyting á því, þar sem nýi samningurinn felur í sér að þáttaka skuldareigenda í niðurfærslum úr einkageiranum fer niður í núll! Það þýðir í raun þjóðnýtingu á skuldum banka á Evrópuvísu. Þess vegna var Sarkozy svo umfram um að þessi aðgerð ætti sér stað, þar sem franskir bankar voru með allt niður um sig vegna Grikklands, Ítalíu og Spánar. Enkaskuldunum er hrúgað upp í uppgíraðar ríkisafleiður, sem öll Evrulönd eiga að bera ábyrgð á. Engin furða að Bretar segðu flatt nei, fyrir utan flata skattinn á fjármálaaðgerðir.

Ívar Pálsson, 9.12.2011 kl. 14:52

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Sleggjan, ég sé enga ástæðu fyrir því að Bretland komi skríðandi til Þýskalands með eitthvað. Baráttan er á milli Frankfurt og City of London um samkeppnisfærni á fjármálamarkaði. Frankfurt vill ná tökum á London, en Bretar spyrntu sem betur fer við fótum, enda sjálfstæði þeirra og Bank of England í húfi.

Skuldbindingar ESB vegna Evrulanda eru komnar út fyrir allan þjófabálk. Það er nákvæmlega engin ástæða fyrir hin löndin að samþykkja þýska þjóðþingið yfir sín þing í fjármálum og að lenda fyrir Evrópuréttinum ef þau geta ekki haldið sig innan álíka ramma og Þýskaland gerir. Leiðtogar annarra ESB ríkja en Evrulanda voru kosnir af sínum þegnum til þess að gæta hags hvers lands fyrir sig. Þau verða að bera ákvörðunina undir sín þing og helst sitt fólk í þjóðaratkvæðagreiðslum, ekki bara að samþykkja svona ævarandi Icesave yfir þjóðir sínar.

Ívar Pálsson, 9.12.2011 kl. 15:01

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Úps ekki flýta þér svona. Það eru öll lönd nema Bretland sem eru aðilar að þessu. Svíar, Ungverjar og Tékkar ætla að vera með en þurfa að bera það undir þjóðþing sín.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.12.2011 kl. 18:09

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Magnús Helgi, ekki flýta þér svona heldur. Þegar þjóðþingin í löndum ESB utan Evrusvæðis fara yfir þennan samning, þá sjá þau eflaust hvað sjálfvirku refsingarnar utan 3% halla þýða. Hver þjóð þarf þá að skera hraustlega niður hjá sér án þess að hafa nokkuð um það að segja, eftir staðfestingu samningsins.

Hvernig getur nokkur sannur fulltrúi fjöldans haldið því fram að svana framsal æðsta réttar sé framseljanlegt fyrir þjóðina?

Ívar Pálsson, 9.12.2011 kl. 19:15

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gaman hvað þeir voru snöggir að hysja Króatíu inn áður en vitleysan gekk lengra.  40% andstaða þar í landi þrátt fyrir gengdarlausan fjáraustur og áburð í áróðursskyni, þá er víst að þetta hlutfaqll hefði breyst snögglega til hins verra. Ég vona bara að Króatar fái að kjósa um inngönguna, þótt lýðræði sé ekki sjálfgefið í ESB.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.12.2011 kl. 19:24

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Maggi má líka vita að nú þurfa allar þessar þjóðir að taka á sig þá bagga sem skuldugustu þjóðirnar hafa hlaðið upp og taka svo sameiginlega ábyrgð á sukkinu um alla framtíð. Það er farið opinbert framhjá lögum í þessu með því að seðlabankinn "láni" AGS og AGS láni svo áfram til gjaldþrotanna, því ekki má gera þetta beint.

Hvernig er hægt að treysta svona?

Málið er ekki frágengið fyrr en í mars á næsta ári, svo það er langt í land. Dauðateygjurnar halda áfram. Enn stendur sama staðreynd óhreyfð. Of lítið gert og of seint, auk þess sem ekki er búiið að taka á innbyggðri vítisvél Evrunnar. Semsagt, það er ekkert búið að leysa en hugsanlega gera allt mörg þúsund sinnum verra.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.12.2011 kl. 19:30

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú hafa Evrópskir bankar praktískt séð verið fríaðir ábyrgð og afleiðingu áhættu. Nú verður almenningi sendur reikningurinn, hér eftir. Risa frambúðar Icesave í andstöðu við allt siðferði og lög. Ætli áhættusæknin minnki við þetta? Ætli ábyrgðatilfinningin valdi þeim andnauð í framtíðinni?

Þetta eitt og sér er ávísun á annað og meira hrun.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.12.2011 kl. 19:36

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég get bara sagt eftir mínum heimildarmönnum í Austurríki að þar er borin von að þeir samþykki svona aðgerðir.  Og ætli það séu ekki fleiri sem koma þar á eftir?  Ég efast um að allar þessar þjóðir samþykki að afsala sér fullveldinu á þennan hátt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.12.2011 kl. 20:04

11 Smámynd: K.H.S.

Er það von Jóns SteinGnarrs  að mikil dreifing og bloggdrit um allar trissur af hálfu  hans og  Vantrúar  félaga sé likillinn að hjarta þjóðarinnar.

K.H.S., 9.12.2011 kl. 21:16

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ó hvað það hlítur að vera hræðilegt að meiga ekkert sukka í ríkisfjárlmálum.

þurfa stjórnmálamenn loksins að sína aðahald og skynsemi í þjóðarbúskapinum...   það hlítur að vera skelfilegt

Sleggjan og Hvellurinn, 9.12.2011 kl. 21:17

13 Smámynd: Ómar Gíslason

15 stærstu bankar evrópu eru með skuldahlutfall 29 sinnu meira en eigið fé. Það hlýtur eitthvað að bresta.

Ómar Gíslason, 9.12.2011 kl. 23:13

14 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Núna þar Almenningur að fara sníða stakk eftir vexti. - Það er búið að reyna að kjósa menn með " viti " til  að stjórna- en það hefur ekki gefist vel- eða er það svo?

Merkel (merkileg) hefur unnið í blekkingarleiknum og unnið sigur fyrir Þýskaland. Skammvinn sigur því eina framlag Þýskalands verður  lánafyrirgreiðsla til þeirra (velmegunarreikningur Þýskalands) ríkja Evrópu sem keypt hafa vörur þeirra.

Það verður framlag Þýskalands til bjargar Evrunnar. Framlag Frakklands og fleiri ríkja í ESB verða skuldir þeirra á milli og því þarf IMF að leggja fram allt handbært fé sem þar til.

Ég trú því ekki að IMF sé svo vitlaust að leggja þetta fé fram- og því tel ég að dagar Evrunnur sé lokið.

Ég er ekki búinn að sjá þýska þingið samþykkja þessa skuldaafskrift, sem ég tel vera, í þágu björgunar EVRU á kostnað þegna Þýskalands.  Því það hlítur að vera að Merkileg þurfi samþykki þýska þingsins.

Eggert Guðmundsson, 9.12.2011 kl. 23:31

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Óskaplega áttu bágt Kári minn. Eru þetta Mýrkattaboðorðin sem þú ert að efna hérna eða lífið þig almennt lifandi að drepa?

Jón Steinar Ragnarsson, 10.12.2011 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband