Bylur á Ipad2

jolabylur_2011.jpgIpad2 er draumur í dós: Að taka vídeó og hlaða því upp á YouTube tekur enga stund. Sjáið jólabylinn sem ég kvikmyndaði á Ipad2, og smellti svo á það að hlaða á YouTube í gegn um þráðlausu netenginguna. Einhver önnur vídeó fylgja þar líka.

 

Annars er Ipad2 ótrúlegt fjölnotatæki. Netið er þar alltaf við hendina. Tölvupósturninn opnast á sekúndu við það að lyfta kápulokinu sem er  um tækið. Innbyggði Ipodinn spilar endalaus lög í bakgrunninum. Auðvelt er að  tala frítt í Skype í Skype (eða númer) um heiminn með vídeóið á, ganga um með tækið og sýna allt sem fyrir ber.  Svo er ljúft að lesa bækur í þessu með flettihljóðum og hvaðeina. GPS er mjög skýrt á skjánum.  Batteríið endist mjög vel.

Samt á ég eftir að prófa 200.000 smáforritin (apps)!  En maður þarf víst að vinna líka…

 

http://www.youtube.com/user/ivarpals/videos 

 http://www.youtube.com/watch?v=TTkNhYpXyMI&feature=plcp&context=C3843036UDOEgsToPDskJ05rEDtzNIkjd6-LWuceHM


mbl.is Skafrenningur og nokkuð blint
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vil benda á að þú getur stabíliserað vídeóið þitt á Youtube og ýmislegt fleira. Þ.e. taka út allan hristing og skjökt til að fá mjúkar hreyfingar. Þú smellir á "Breyta videói" eða "Edit" efst á síðunni og þar velurðu Stabilize hnappinn eða "festa" eins og hann heitir á íslensku; spilar vídeóið í gegn og séð breytinguna í tvöföldum ramma. Svo smellir þú á vista og eftir nokkrar mínútur ertu kominn með smooth útgáfu af myndbandinu og þá geturðu bara eytt þessari gömlu.

Þú gætir svo hlaðið þessu fyrst inn í moviemaker og klippt til og hljóðsett þar og þar með ertu orðinn fullgildur kvikmyndagerðarmaður.

Gleðilega hátíð og allt það Ívar og takk fyrir allt gamalt og gott.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.12.2011 kl. 23:00

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Þakka þér fyrir góðar kveðjur, Jón Steinar. Ábendingar þínar koma sér gjarnan vel. En bjútíið við þetta er að vesenast nákvæmlega ekki neitt og ýta bara á birtingartakkann. Verst var að reyna að halda umslaginu í vindinum eins og þú sást svo auðveldlega. Því er helsta ráðið að taka Ipodinn úr kápunni og styðjast við eitthvað fast. Einnig að "pana" sem minnst. Ég býst þó að reyna þetta sem þú lýsir.

Hafðu ljúfa hátíð. Takk sömuleiðis fyrir allt liðið.

Ívar Pálsson, 27.12.2011 kl. 00:07

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Get verið sammála því að það sé ágætt að hafa smá þeyting með, þegar myndefnið er stormur. Menn gera jú slíkt viljandi til að auka áhrifin í bíó. Það á vel við hér, en fyrst þú ert farinn að mynda með padinum þínum, þá fannst mér rétt að benda á edit möguleikana innan youtube. Þeir eru líka einhverjir innbygðir í Ipad.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.12.2011 kl. 07:50

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, já, nú ert þú búinn að gelda þetta hvatvísa vídeó, Jón Steinar, núna allt snyrtilega kyrrt eins og ekkert sé að gerast! En í alvöru, takk fyrir ábendinguna. Ég gerilsneyddi fleiri vídeó þarna á Youtube með þessum "stabilize" hnappi. Þetta er kostnaðurinn við það að auka fagmennskuna.

Ívar Pálsson, 27.12.2011 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband