Össur í Undralandi

DV Össur Skarphedinsson

Össur Skarphéðinsson kveðst hafa „brotið harðari hnetur en þessar“. Það hljóta að vera höfuðskeljar stærsta hluta Íslendinga. Umboðslausi utanríkisráðherrann lifir í eigin Undralandi, telur sig vita að Evran og Evrulönd eigi eftir að braggast, algerlega í andstöðu við flesta heimsins fjárfesta, sérstaklega innan Evrópu, en þeir flýja sem fætur toga til Ameríku og til Asíu.

Andstaðan brotin niður

Ótrúleg eru rök Össurar, að íslenska þjóðin eigi að fylkja sér undir fána ESB af því að hann sé sannfærður um það að Evran muni batna, þegar tuttugasti neyðarfundurinn til bjargar Evrunni sem gjaldmiðils skilaði engu. Staðreyndirnar hreinlega öskra gegn Össuri, þoturnar strika yfir himininn „Evran er búin að vera“, nákvæmlega enginn leiðtogi þjóðar í Evrópu segir núverandi kerfi geta gengið áfram án fjármálalegrar yfirstjórnar, en Össur hlær að þessu, hann skuli sko brjóta þessar hnetur, andstæðinga ESB- aðildar á Íslandi.

Evrupakkinn

Össur virðist líka líta fram hjá þeirri augljósu staðreynd að værum við allt í einu inni í Undralandi ESB, þar sem 27 ESB- þjóðir hefðu samþykkt allar okkar kröfur, þá vildum við kannski ekki Evruna eins og 10 landanna gera, eða okkur blöskraði skuldabagginn, þýska yfirstjórn fjármála landsins og algert áhrifaleysið, enda erum við ekki Frakkland eða Þýskaland, sem ákveða allt fyrir Evrulöndin sautján. 

Ráðherrann ræður, nema hvað?

Össur hefur líklega ekki heyrt að 90% aðspurðra leiðtoga í viðskiptum telja að Grikkland yfirgefi Evruna innan skamms. Það skilur eftir óheyrilegar skuldir á hin Evrulöndin, sem er þó ekkert miðað við fjárausturinn sem þarf til Spánar. En þetta skiptir ekki máli, Össur veit betur en 70% Íslendinga, hann heldur enn völdum  á óskiljanlegan hátt og misbeitir þeim á fullu til ESB- aðildar þar til að þjóðin fær nóg. Af hverju fær hún ekki nóg í dag?


mbl.is Mögulegt eftir lausn evruvandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband