Pakkinn er tómur

Draghi ECB Evra

Seðlabankastjóri Evrópu, Mario Draghi, fékk það erfiða hlutverk að tilkynna ekkert á blaðamannafundi ECB, Evrópska Seðlabankans í dag. Fyrst risu línuritin en féllu strax eftir að ljóst var að innihaldið var ekkert í ræðunni, enda má ECB ekki gera mikið frekar án þess a brjóta stofnsáttmála sinn. Evrukrísan heldur því áfram óáreitt.

Línur skýrast hratt þessa dagana með Suður- og Norður- Evrópu: Draghi segir að Spánn þurfi sama sparnaðarferlið og Grikkland, Portúgal og Írland til þess að verða bjargað, sem þýðir hrein vandræði. Skoðanakönnun í Þýskalandi sýnir að 65% Þjóðverja vilja Grikki út úr Evrunni og 84% Þjóðverja telja að versti hluti krísunnar sé framundan.

Ofangreint eru kjöraðstæður fyrir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í Undralandi Samfylkingar til þess að láta Ísland aðlagast ESB. Hann og forsætisráðherra (já, Jóhanna er það enn) fylgjast hvort eð er ekki með fréttum að því er virðist, heldur husta á ræður hrunprófessora um það hve frábær Evran verði síðar, þegar þessi krísa er liðin hjá.

Það bara gleymist að þessi krísa er ekkert á leiðinni burt.


mbl.is Hlutabréf falla í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það eina sem er tómt hérna eru Evrópuandstæðingar. Enda er það svo að endalausir spádómar þeirra um hitt og þetta hafa ekki ræst. Þó er mikilvægt að rugla ekki saman þegar þeir verða heppnir og raunverulegri getur til þess að átta sig á samhengi hluta.

Í tilfelli Evrópuandstæðinga. Þá er getan til þess að tengja saman hlutina og átta sig á stóra samhenginu nákvæmlega ekki nein, og hefur aldrei verið það.

Þetta blogg er eins og aðrir Evrópuandstæðingar. Tómt og röklaust.

Jón Frímann Jónsson, 2.8.2012 kl. 15:59

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hér eru engir Evrópuandstæðingar!

Að vísu margir sem vilja hvorki sameinast ESB né taka upp evru. Allra síst við þær aðstæður sem hrella nú ESB þjóðir, og þá sérstaklega evruþjóðir ESB.

Auk þess fer lítið fyrir "stóra samhenginu" hjá elítu ESB - þar eru smáskammtalækningar "inni" og fjárfestinga markaðurinn sveiflast eins og þvottur á snúru.

Þessa dagana kemur rökleysan undantekningalaust frá ESB sinnum - íslenskum.

Kolbrún Hilmars, 2.8.2012 kl. 16:23

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Jón Frímann, ég efast stórlega um að það þjóni tilgangi sínum að þrefa við þig, þegar þú horfir ekki á staðreyndirnar að baki. Þessi færsla er byggð á fjölmörgum fréttum síðustu klukkutímana og í morgun, sjónvarpsviðtölum á Bloomberg áðan, live blaðamannafundi Draghi og viðbrögðum markaðarins við honum. Ég rek ekkert þær tölur, en ljóst er hvað markaðnum fannst, Spánn féll um 5% og Ítalía svipað og ávöxtunarkrafa 10 ára bréfa rauk upp (hærri vextir). Höldum okkur við hreinar staðreyndir og fylgjum því hvert markaðurinn stefnir. Ekkert er að marka pólítíkusana, hvað þá hér á landi, heldur segir markaðurinn allt sem segja þarf.

Jón Frímann, farðu eftir langtímaspá Roubinis, sem ég hef séð að þú fylgir að málum. Láttu ekki ESB- ástina leiða þig í gönur.

Ívar Pálsson, 2.8.2012 kl. 16:29

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sovétríkjum Evrópusambandsins og þeirra endalausa rugli verður ekki bjargað með sífelldu orðagjálfri og nýjum umbúðum Elítu Kommisarana, það sannast hér enn og aftur, eins og greinarhöfundur bendir réttilega á.

Hvort það verður á endanum markaðurinn, eða sjálfur almenningur aðildarlandanna sem komnir eru fram yfir þolmörk sem á endanum mun brjóta þetta stjórsnýsluapparat Brussel apparatsins á bak aftur og þeirra handónýtu elítu mynnt skiptir ekki öllu máli.

En hvort sem verður því betra og því fyrr sem betra fyrir almenning og efnahagslíf Evrópuþjóðanna.

Ætli flóttamaðurinn Jón Frímann hinn ESB heilaþvegni verði þá enn á ný að flýja og þá kannski helst til Hvíta Rússlands eða Adsérbadsjan til að finna hið fullkomna miðstýrða stjórnsýsluapparat og rétthugsun hefur algerlega heilaþvegið hann svo gersamlega og yfirtekið alla möguleika hans á sjálfsstæðri, gagnrýninni lýðræðislegri hugsun.

Gunnlaugur I., 2.8.2012 kl. 16:38

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég styð að Ísland snúi sér að hugsjónum Evrópusambandsins. Það er rétt að slíta barnskónum og við skulum ekki dæma það úr leik enn. Það væri fljótfærni.

Hitt er annað mál að barnið (ESB) hefur gert mistök, eins og börn gera,  verið fljótfært og ólýðræðislegt (ekki miðað við restina af jörðini, heldur miðað við eigin markmið f. 50 árum).

Þetta er barn, sem ekki má afskrifa á  2 til 3 árum, vegna peningastefnu! Raunveruleg verðmæti fyrir íslensk börn eru umhverfi og umhyggja og mannréttindi. 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.8.2012 kl. 21:35

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Anna, ef einhverjar hugsjónir þess ríkjasambands sem ESB er að verða hafa enn einhvert gildi, þá má alveg meðtaka þær án þess að ganga í ESB og fá holskeflu af skuldum og niðurskurði þess yfir þjóð sína.

Umhverfi, umhyggja og mannréttindi hér verða auðveldar vernduð án þess að ganga varanlega inn í vandamál 500 milljóna manna. Flest okkar vandamál blikna í samanburði við spennustöðuna í Evrulöndum í dag.

Ívar Pálsson, 3.8.2012 kl. 00:40

7 Smámynd: Ívar Pálsson

El-Erian, sem stýrir Pimco, stærsta skuldabréfasjóði í heimi, gefur því 35% líkur að Evrusamstarfið leysist upp innan næstu 6 mánaða.

Bloomberg: "He put the odds of the currency zone breaking apart over the next six months at 35 percent."

Ívar Pálsson, 3.8.2012 kl. 00:52

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hann sem var svo fallega skreyttur,magnaði upp spennu og tilhlökkun hjá svo mörgum!! Svo, bara tómur Ívar. Vísa í fyrirsögnina,takk fyrir góða grein.

Helga Kristjánsdóttir, 3.8.2012 kl. 13:20

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Evrópa og ESB er alls ekki það sama.

Það er engin lausn fyrir neinn Evrópubúa, að taka þátt í þessu ESB-einokunarbandalagi verðbréfasvikara og banka.

Það er ekkert sem réttlætir slík okurfélagsgjöld og einokun, sem er í smíðum hjá þessu rótlausa ESB-gervi-stál/kola/friðar-bandalagi. 

ESB er í raun bankaræningja-verðbréfasvikara-bandalag. Það hafa staðreyndirnar sýnt Evrópubúum síðustu árin.

Nú ætla AGS og Evrópu-seðlabankinn að innheimta pening af almenningi í Evrópu. Pening sem var aldrei annað en píramídasvindl-tap bankanna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.8.2012 kl. 13:39

10 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Helga Troikan (ESB, AGS & ECB) lætur ekki að sér hæða, orðin að agalegasta rukkunarbatteríi allra tíma. Draghi tók skýrt fram að Grikkland fengi ekkert nema Troikan legði blessun sína yfir niðurskurð Grikklandsstjórnar. Almenningur þar veit ekki einu sinni hvar verður skorið niður, þegar búið er að því!

Nú á Spánn að hljóta sömu örlög, að Troikan ákveður niðurskurðinn hjá stjórninni. Enginn kaus þetta ægivald, sem er þvert á allar ríkisstjórnir og er gamla IMF (AGS) endurborið í þriðja veldi.

Ívar Pálsson, 3.8.2012 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband