Sameinumst Weimar, afskriftum og atvinnuleysinu!

Á meðan Grikkland ber sig saman við Weimar- lýðveldið og AGS telur enn afskrifta þörf þar, þá telja Þorsteinn Pálsson & Co. vænlegt að sameinast ESB- batteríinu. Enda fáist þar lágir vextir, atvinnuöryggi og við yrðum hluti af vænlegri skuldasúpu.

OpenClipArt1

Ísland njóti smæðar sinnar við lagasetningu og hafi afgerandi áhrif á hana, enda gildi ekki einn maður, eitt atkvæði í ESB, heldur gildir 0,06% atkvæðamagn til þess að velta þar björgum. Þýskaland og Frakkland snúa víst af stefnu sinni ef Ísland krefst þess og sérstaða Íslands verður viðurkennd í hverju máli.Styrkir flæða yfir Ísland án þess að nokkuð komi í staðinn.

Húrrahrópin um Ísland á Evrópuþinginu valda heyrnarskemmdum hjá sendinefndinni. Sérlausnir Íslands verða heimsþekktar, um Makríl- kvótaaukninguna miklu, eina þjóðin innan ESB sem ræður sínum auðlindum til lands og sjávar, orkumálum, kvóta, hvalveiðum, bara að nefna það, því að eitt er er það sem vinstri stjórnin hefur og það er seigir samningamenn, ss. Svavar „Leiðuráþessu“ Gestsson. Að vísu þurfti að færa til Tómas Heiðar, af því að hann krafðist alltof mikils fyrir Íslands hönd. En prófessorar okkar eru þó alltaf með úrvalslausnir sem duga.

Fimm hundruð milljón manns í Evrópusambandinu hljóta að vilja aðlagast Vinstra Undrinu í norðri. Hvernig gæti nokkur þar eða á Íslandi staðið á móti því?

 


mbl.is Grikkir komnir að þolmörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband