Öllu verður öfugsnúið

Nei i MinnPost

Jóhanna Sig. og Steingrímur J. sanna hér enn hvernig misnota má virk lýðræðistæki, núna þjóðaratkvæðagreiðslu. Eina leiðin hér er að segja eitt nei fyrst, ekki haka við neitt annað. Þessu tækifæri til afgerandi niðurstöðu var klúðrað með lymskulegum spurningum sem allar spyrja um nýja stjórnarskrá og tillögur frádæmda Stjórnlagaráðsins. Mætum og hökum við eitt „nei“, síðan er hægt að ræða um vitrænar breytingar þegar handvammarstjórnin er farin frá.

Ofangreint er dæmi um sóun stjórnarinnar á almannafé (milljarður+?), líka tíma stjórnkerfisins og þegnanna, sem fara mætti í annað. Auðvitað er ESB- umsóknin mest afgerandi í þeirri sóun, en ráðuneytin núna hafa aðeins tvennt á dagskrá: Aðlögun að ESB og sameining ráðuneyta til þess kerfis. Utanríkisráðuneytið er í ESB-aðlöguninni og sóun í Mið-Afríku, þegar Norðurheimskautið ætti að taka mestan hluta tímans. Umhverfisráðuneytið er í því að stöðva framkvæmdir með öllum ráðum, þótt mat liggi fyrir, í stað þess að beita sér fyrir öfgalausri umgengni við náttúruna og rannsóknum á því hvernig allt megi vel fara, t.d. við olíuvinnslu á Drekasvæðinu eða með virkjanir framtíðar. Önnur ráðuneyti eru álíka núna.

Komum í veg fyrir frekari misnotkun stjórnarinnar á almannafé með því að segja NEI við tillögum Stjórnlagaráðs og EKKI haka við neitt annað, því að eitt er víst, útkoman verður þá rangtúlkuð.


mbl.is Vill breytingar þó þjóðin segi nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband