Meira gas í Eurosave- blöðruna

Hindenburg slysid

Tuttugasti Evrópukrísufundurinn lofar því að bankaeftirlit Evruríkja verði virkt á næsta ári. Kalla má vandamál þeirra „Eurosave“, því að nú margfaldast þar vandamál hliðstæð okkar Icesave. Evrópski seðlabankinn á að geta gripið inn starfsemi 6000 banka Evruríkja og ákveðið í raun hverjir eru lífvænlegir og hverjir ekki. Pólitíkin hefur tekið yfirhöndina, en ábyrgðin færist að sama skapi yfir á skattgreiðendur allra ríkjanna sameiginlega.

Hvaða þjóð ber ábyrgð á bankanum?

Þessi áætlun vekur upp allskyns spurningar, aðallega þá hver ábyrgist lánastarfsemi banka í hverju landi,  sbr. í okkar Icesave. Breskur banki með útibú í Frakklandi er t.d. ekki hluti þessa samkomulags. Hann þiggur innlán Frakka þar en væri varla undir Evrulanda- eftirlitinu. Hvort bera Frakkar eða Bretar ábyrgð á honum? Eða á frönskum banka sem þiggur innlán í Bretlandi? Þetta er Icesave- málið allt upp aftur, bara mörgþúsundfalt.

Ábyrgðir í kross 

Raunar eru ekki bara innlánsþættirnir til umhugsunar, heldur öll starfsemi hvers banka á Evrusvæðinu. Fjölþjóðaklúbbur Evrulanda hefur margflækt uppskriftina af því hver sé lánveitandi til þrautavara. Seðlabanki Evrópu gaf út yfirlýsingu um ómældar Evruvarnir, en samt eru skuldabréf frá honum ekki í myndinni. Þjóðverjar og Finnar vilja t.d. ekki bera ábyrgð á skuldabyrði Suður- Evrópu eða að draga úr hvata til sparnaðar.

Fullveldisafsöl 

Fjármálaleg yfirstjórn Evruríkja er nær óhugsandi, enda fær enginn séð hvernig skapast má friður um það að t.d. Þjóðverji komi í veg fyrir að frönsku fjárlögin gangi í gegn á hverju ári. Merkel Þýskalandskanslari er hlynnt því að slík yfirstjórn taki yfir þegar fjárlög einstakra Evruríkja eru umfram þau mörk sem sett eru, en engar líkur eru á því að þannig yfirþjóðlegur yfirgangur sé samþykktur samhljóða.

Evrópusambandslöndin tíu sem ekki nota Evruna sem gjaldmiðil eru utan þessa Evrulanda- bankaeftirlits- samkomulags og vilja halda í fullveldisrétt sinn eða raunar ná meira af honum til baka, ss. Bretland. Aðskilnaður Evrulanda og hinna tíu innan Evrópusambandsins er orðinn hvellskýr. Ísland yrði í þessum tíu-þjóða flokki ef það gengi í ESB, en kæmist kannski á nokkrum árum inn í Evru-Skulda-Bandalagið ef Ísland væri til í að taka á sig allar þær hrunskuldbindingar sem það bandalag hrúgar á þau 17 lönd sameiginlega. Þær aukast með degi hverjum.

Blaðra eða loftskip?

Ísland var eins og götusali sem seldi gasfylltar blöðrur. Svo þegar salan hætti þá fjölgaði blöðrunum, hann lyftist upp í loftið, missti svo blöðrurnar en féll til jarðar og hælbrotnaði á báðum. En Evrópusambandið tók þetta með stæl og fyllti æ stærri loftskip með gasi svo að nú stefnir allt í annað Hindenburg- slys, þar sem ekki þarf nema smá- neista eða loga til þess að allt farið springi í gríðar- eldhafi. 


mbl.is Óttast annað hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband