Kýpur: Enginn samþykkti ESB- planið

Kypur motmaeli AP

Enginn þingmaður á kýpverska þinginu kaus með skattinum á bankainnistæður sem ESB/AGS höfðu sett sem skilyrði fyrir neyðarláni sínu. Hlustað var á fólkið, sem getur ekki skrifað sjálfviljugt upp á ánauð um alla tíð til þess að ESB „bjargi“ þeim, eða raunar bönkum þeirra frá glötun. Bankakerfi Kýpur er 7-föld þjóðarframleiðsla þeirra, en á Íslandi var það 12- föld þjóðarframleiðslan í október 2008. Þessi ofur- Icesave nauðasamningur Kýpverja hefði riðið þeim að fullu: ósjálfbær með öllu.

Skatturinn rauf traustið 

Ráðist er þarna með skattlagningu að grundvelli bankakerfisins, sjálfum sparnaðinum, sem fólki er tjáð alla daga að sé verndaður. Traustið á kerfið hverfur. Bankar verða ekki opnaðir á Kýpur á morgun, enda yrðu þeir tæmdir. 

Þörf á íslenskri lausn 

Nú þarf Kýpur á neyðarlögum að halda að hætti Íslendinga, en á óhægt um það vegna ESB/AGS/ECB Troikunnar sem heldur fram sínum lausnum, til varnar sínum gjaldmiðli, Evrunni, ekki einni milljón Kýpverja. ESB hefur agnúast út í þessa bankareikninga- eyju upp á síðkastið, sérstaklega þar sem skattaklær ESB ná illa til þeirra, en fé hefur líka flúið Grikkland til Kýpur. 

Rússarnir koma 

Rússar eru líklegir til að beita sér enn meir á Kýpur. Hún stefnir raunar í að verða „Kúba Miðjarðarhafsins“, ef Kýpur gefst upp á ESB (og gagnkvæmt). Þá tryggja áhrifamiklir Rússar sínar eignir þar og ríkið fær flotastöð með lykiláhrif við Miðausturlönd og við Norðurströnd Afríku, en ófriðurinn þróast hratt áfram, sérstaklega í Sýrlandi. ESB og NATO óttast slíka þróun og því er ESB líklegt til þess að ná einhverri miðjumoðslausn í gegn á Kýpur. En bankana þar verður að taka í slitameðferð og passa upp á innistæður, það liggur hreinlega fyrir.

ESB hefur nú sýnt, með Grikkland og Kýpur, að almenningur getur treyst því að það komi til varnar gjaldmiðlinum og bönkunum, ekki fólkinu í nauðum þess. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir sitja uppi með svartapétur á hvorn veginn sem er. Nú sér fjórfrelsið um rest. Fólk og fé yfirgefur landið. Rússarnir beila þá út ef þeir yfirgefa EU. Þetta fer illa fyrir ESB á hvorn veginn sem það fer.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2013 kl. 21:12

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Rétt, Jón Steinar. Þar kom að bailout (banka) ESB bítur í skottið á sjálfu sér.

Ívar Pálsson, 19.3.2013 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband