Carl Bildt í ESB og flotta sænska krónan

Carl Bildt ESB

Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar hélt ágætan fyrirlestur í Norræna Húsinu í dag um ESB við mikinn fögnuð ESB- sinna, enda bar hann lof í trogum á sambandið. Ég spurði hann um sænsku krónuna (SEK): Fyrst svo vel hefur gengið með SEK í Svíþjóð í þessi 20 ESB- ár Svíþjóðar og fjárfestar flykkjast núna úr Evru yfir í SEK, er það þá ekki hið besta mál að halda því áfram?

Árangur með sænska krónu

Carl Bildt forðaðist spurninguna að mestu (að mínu mati) með því að tala um það hve hvikult fé flestra fjárfesta er. Hann ítrekaði síðan Evru- ást sína. Það er þrátt fyrir velgengni Svíðjóðar með sína krónu og það hve sjálfstæðið er þeim mikilvægt, þegar Evru- löndin 17 hræra sig saman í eina skuldasúpu, en Bildt hafði engar áhyggjur af því. Pólitíkin virkar þannig, sagði hann, að t.d. utanríkisráðherrarnir greiða aldrei atkvæði á fundum sínum, heldur ræða sig að niðurstöðu. Ætli hún sé fyrirframgefin?

EES: engin áhrif á lagasetningu 

Bildt sagði EES-samninginn góðan til síns brúks, að færa Ísland nær ESB í reglum osfrv. (enda stóð hann að gerð samningsins). En stóri munurinn ef til aðildar kemur er sá að Ísland hefur þá áhrif á lagasetninguna sjálfa innan ESB! Trúlegt.

Fleiri aðildarlönd, Tyrkland velkomið 

Sænski utanríkisráðherrann vill fleiri meðlimi í ESB, bara betra! Hann tók sérstaklega fram að Tyrkland ætti að fá aðild, en það hefur beðið á bekknum í áratugi. Þar búa 75,6 milljónir manna og 99,8% þeirra eru múhammeðstrúar. Ef það hefur ekki áhrif á stjórnunarhætti í ESB, af hverju ættu 0,32 milljónir Íslendinga að breyta einhverju þó að þeir séu 236 sinnum fleiri en við?

Engin þörf á Evru 

Ein aðalástæðan fyrir löngun Já- ESB sinna í „öryggið“ í Brussel er Evran sem ekkert fær haggað. En Carl Bildt og Svíþjóð eru sönnun þess að ef ríki lagar til í fjármálunum hjá sér (sem er skilyrði inngöngu), þá þarf ekki að gangast undir afarkosti Sambands Evrulanda með Evruna. Svo færa Bretar sig eflaust yfir til okkar í EES- samning!


mbl.is Norðurslóðamál í deiglunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst þeir hjá heimsýn beda á eitthvað sem sauðirnir mættu lesa sér til gagns í stað þess að slefa andaktugir undir ritningalestri þessa loddara.

http://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/#entry-1288852

Jón Steinar Ragnarsson, 20.3.2013 kl. 04:03

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Æi! Eru menn hér virkilega að halda því fram að þeir geti borið saman Sænska krónu og Íslenska? Man ekki betur en að sænksa krónan sveiflist mí meginatriðum eins og Evra! Íslenska krónan getur það ekki. Eins þá er opin markaður í Svíþjóð með gjaldmiðla þar sem þú getur farið og skipt í næsta banka í báðar áttir. Ótakmörkuðum upphæðum! Eins er ég þreyttur á að einhverjir Íslendingar sem  sitja hér í umhverfi þar sem krónan féll um 50% er haldið uppi með gjaldeyrishöftum og gervigengi skuli vita allt betur um stöðuna í Svíþjóð en ráðherrar þar sjalfir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.3.2013 kl. 16:17

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Magnús Helgi, ég þykist ekki vita betur um stöðuna í Svíþjóð en Carl Bildt. Einmitt ekki, hann veit mætavel og viðurkennir það að gjaldmiðill þeirra hafi virkað í tuttugu ár, innan ESB. Við hefðum geta farið yfir það að þeir felldu gengið og juku þar með samkeppnishæfni sænsks atvinnulífs og atvinnustig. Evran hefði frekar valdið þeim vandræðum eins og Spánverjum, amk. til þessarar leiðar.

Ívar Pálsson, 20.3.2013 kl. 22:02

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Svíar hafa löngum verið Kratar en í norður Svíþjóð eru menn sem eru með sæmilegu viti hættir að skipta sér af pólitík, því það virkar ekki. 

Besta aðferðin þar norðurfrá er að láta ekkert í sér heyra.  Það er eini möguleikinn til að fá að vera í friði. 

Í aldir hafa norður Svíar höggvið sin við til elda, svo værðar megi njóta langa vetur og til matar skotið sér hrein og elg og  var það ekki talin þjófnaður frá neinum, en nú er það þjófnaður frá skráningarkerfi  Ancelu Merkel, svo að gamlir þegja en ungir segja að best sé að þegja.    

Hrólfur Þ Hraundal, 20.3.2013 kl. 22:15

5 Smámynd: Samstaða þjóðar

Menn mættu hugleiða hvernig flest ríki sem gengið hafa í Evruland hafa ná Maastricht-stöðugleikanum. Þessi skilyrði varða verðbólgu, fjárlagahalla, skuldahlutfall, gjaldmiðil-stöðugleika og vexti. Flest ríki hafa náð þessum markmiðum með myntráðum.

 

Ef ESB-sinnar hefðu vitglóru, hefðu þeir stutt hugmyndir um myntráð til að sýna áhrifamátt fastgengis. Þetta hafa þeir ekki gert, vegna þess að tal þeirra um Evruna hefur eingöngu verið stundað til að styrkja málstað sinn með einhverjum sönnum rökum.

 

Sannast sagna er Evran ekki góður kostur, hvorki til uptöku né sem stoðmynt við innlendan gjaldmiðil. Ástæðan er það sem Evrunni fylgir, það er að segja Evrópusambandið sjálft. ESB er tollabandalag sem sett var stofn til að þjóna hagsmunum Þýðskalands og Franklands.

 

Öflug stórfyrirtæki þessara ríkja leggja alla iðnaðarframleiðslu jaðarríkjanna í rúst. Hins vegar leyfir fríverzlun vernd viðkvæms iðnaðar. Evrópska efnahagssvæðið veitir enga vernd. Þess vegna er Ísland í sömu stöðu og Grikkland.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

Samstaða þjóðar, 20.3.2013 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband