Undið ofan af fyrri verkum

Hrefna Minke

Nú færir ráðherra mörk hrefnuveiða í Faxaflóa til fyrra horfs. En rækjuveiðibann Steingríms J. ætti líka að draga til baka ef vel á að vera. Það skiptir heilu byggðirnar máli og er byggt á afar hæpnum forsendum. Vonandi ber ráðherra gæfu til þess að leyfa rækjuveiðina strax, á meðan hægt er.

Hvar er hún? 

Aftur að hrefnunni á Faxaflóa, þá er erfitt fyrir okkur leikmenn að sjá hvað rétt er.  Hvalaskoðunar- bátarnir ættu ekki að þurfa að sigla alltof langt og hrefnuveiðimönnum er ekki vorkunn að sigla lengra þótt það þýði vaktafyrirkomulag og kostnað, en hrefnan verður þá náttúrulega að vera þar ytra, sem ekki er alveg ljóst. Varla þýðir að veiða hana þar sem hún er tæpast.

Komin í þorskinn? 

Svo er hitt, ef hrefnan er þegar búin að breyta mataræði sínu mikið yfir í þorsk og ýsu, er þá ekki varhugavert að friða hana á svæðum innan Faxaflóa? Einhverjir verða að halda henni í skefjum á svæðinu. Þá er þetta magnspurning.

Bönn Steingríms J. 

En allsherjarbönn Steingríms J., hvort sem það er í rækju eða hrefnu, eru til óþurftar og virðast gerð til þess að fóstra ákveðna hugmyndafræði en ekki að bregðast rétt við aðstæðum.


mbl.is Bannsvæði hvalveiða breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband