ESB til varnar Íslandi?

Makrill

ESB kemur náttúrulega til varnar smáþjóðinni Íslandi gagnvart Írlandi vegna makrílsins og leiðrétta þennan misskilning Íra, sem krefjast refsiaðgerða gegn Íslandi! ESB hefur jú allar tölur um breytt hátterni makrílsins hjá sér og getur varla látið Íra halda að Ísland megi bara veiða 3% kvótans, þegar við tökum 17% núna og ættum að taka 27% miðað við þroska makrílsins innan íslenskrar landhelgi.  

ESB- sinnar láta gjarnan eins og að samningsvilja Íslendinga skorti eða gera lítið úr þessu mikilvæga milljarða- og auðlindastýringarmáli Íslands. En smám saman skilur fólk að hér er um grundvallarmál að ræða, hver á kvótann og hvert hann fer. Einhver þarf að skýra mál Íslands í fjölmiðlum ytra. Ætli forsetinn sé til í aðra rispu?


mbl.is Vill að ESB „sýni tennurnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband