Nú kætist kolefnisfólkið

Iceland Tindfjoll IP PNG

Kaldara veðurfar hlýtur að teljast áfangasigur fyrir kolefnisfólkið, sem berst gegn heitari heimi með skattlagningu á samgöngur Íslendinga og höftum á fjölmörgum framfarasviðum. Ætli verði ekki skálað í flötu (kolsýrulausu) kampavíni á gröf íslenska sóldýrkandans? Með mótvægisaðgerðum í kolefnislosun tekst kannski að forða Íslandi frá því að hlýna jafn mikið og á landnámstímanum, sem gerði landnámið fært?

Maður getur rétt ímyndað sér partíin sem þau halda (með stafla af reiðhjólum fyrir utan) ef við fáum síðan hafísvetur eins og árið 1968. 


mbl.is Mánaðarrigning á tveimur vikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ekki kætist ég...

Vonandi helst sæmilega hlýtt áfram og vonandi heldur landsins forni fjandi sig frá landinu.

Mér líst því ekki mjög vel á þessa mynd:  http://www.climate4you.com/images/HadCRUT4%20GlobalMonthlyTempSince1958%20AndCO2.gif

"Maður getur rétt ímyndað sér partíin sem þau halda (með stafla af reiðhjólum fyrir utan) ef við fáum síðan hafísvetur eins og árið 1968".   Ætli það verði ekki stafli af gönguskíðum freka en reiðhjólum?

Ágúst H Bjarnason, 17.7.2013 kl. 13:03

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tímabundinn svali á hluta af lítilli eyju segir ekkert um hlýnun loftslags á jörðinni. Nú er mesta hitabylgja í Bretlandi í mörg ár.

Ómar Ragnarsson, 17.7.2013 kl. 22:00

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Athyglisvert línurit hjá Ágústi. Ómar tekur kannski mark á því. Ég er nú feginn að hlýni yfir Bretum, engin vá á ferð.

Ívar Pálsson, 17.7.2013 kl. 22:56

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það er rétt að geta þess að línuritið er fengið frá vefsíðunni www.climate4you.com kaflanum Climate Reflections.  Um þessa góðu vefsíðu sér Ole Humlum prófessor við Oslóarháskóla.

 Mæligögnin HadCRUT4 sem þarna eru teiknuð ásamt breytingum í styrk CO2 eru frá hinni þekktu bresku loftslagsrannsóknarstofnun Hadley Centre, og sýnir meðaltal breytinga á allri jörðinni.

Hvort skyldu fleiri láta lífið vegna kulda eða vegna hita þegar kuldabylgjur eða hitabylgjur ganga yfir?

Ágúst H Bjarnason, 18.7.2013 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband