Lítill tími eftir til breytinga

BlaRos HD wallpaper

Viðtalið við Þorbjörgu Helgu bendir á þá staðreynd að sumir núverandi borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tala ekki fyrir flokkinn sem heild og raunar þvert á stefnu flokksins í mörgum málum. Verulega þarf að skerpa áherslurnar ef takast á að fella núverandi skrípa- borgarstjórn í næstu kosningum. Þorbjörg Helga vill verða borgarstjóri, en ekki er hægt að kjósa hana, Gísla Martein eða Áslaugu Friðriksdóttur, sem öll vilja flugvöllinn burt í trássi við afgerandi samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins.

Andstætt Landsfundi

Borgarfulltrúar flokksins, Júlíus Vífill Ingvarsson og Kjartan Magnússon tala vel fyrir Sjálfstæðisflokkinn eins og hann er, á meðan helst Gísli Marteinn Baldursson berst gegn flugvellinum, bílanotkun og bílastæðum, ásamt því að styðja hverja Samfylkingar-Bestaflokks- tillöguna á fætur annarri, allt í anda 101- Skandinavíu- draumsins þeirra.

Hver til bjargar? 

Blue splash

Vonandi hreinsast loftið almennilega vel fyrir prófkjör, þannig að hver frambjóðandi standi fyrir sínu og víkist ekki fimlega undan því að svara í Gnarr- stíl um hvert alvörumálið á fætur öðru. Engin leið er til þess að núverandi klofinn borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins nái einhverju kjörgengi þar af viti á næsta ári að óbreyttu. Ætli verði kallað á slökkviliðið góða, Framsóknarflokkinn, til bjargar eins og tókst svo vel í landsmálunum? Eitthvað verður að gera.


mbl.is Viðtalið við Þorbjörgu dapurlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

,,Ætli verði kallað á slökkviliðið góða, Framsóknarflokkinn, til bjargar eins og tókst svo vel í landsmálunum?"

Góður Ívar.

Páll Vilhjálmsson, 19.7.2013 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband