Styðjum þá sem merkja matvæli vel

Sushi regnbogarulla

Loksins þegar góðar merkingar birtast á matvælum þá hrekkur fólk í kút og heldur t.d. að ákveðið sushi sé slæmt vegna merkinganna. En því er einmitt öfugt farið: þeir aðilar sem merkja innihald matvæla nákvæmlega hjálpa neytandanum við ákvörðun sína, en hinir sem gera það ekki eru yfirleitt að nota álíka efni en nefna þau kannski ekki. Sushi-ið sem vitnað er í í fréttinni er nokkuð gott.

Gæðavara (nema wasabi og soja) 

Sushi-ið sjálft sem um ræðir er líklega gæðavara, en wasabi og soja eru ótrúlega samsettar vörur, með endalausi innihaldi ýmissa efna. Ráðlegt er að takmarka notkun þeirra fyrir þá sem viðkvæmari eru fyrir ákveðnum efnum, eins og t.d. ég fyrir MSG, sem laumast inn víða án þess að vera getið.

Merkja hvert sérstaklega 

Merkingar á sushi- pakkanum sem um ræðir væru betri þannig, að innihald hvers fyrir sig væri rakið, þannig að neytandinn vissi hvað ætti að forðast. Þegar ég sá MSG- merkinguna á þessum pakka, þá velti ég fyrir mér hvaða stykki gæti verið með það.  Gjarnan er það í krabbalíki (Surimi), sem er samsett vara. Ég kaupi svona sushi áfram, en fæ mér ekki auka- wasabi og aðeins smá- sojasósu, ef einhverja. Laxinn er yfirleitt íslensk hágæðavara, en heitsjávarrækja í sushi er ekki merkileg hollustuvara, margfryst og efna- meðhöndluð.

Tökum almennilegum merkingum fagnandi. Upplýstir neytendur eru góðir neytendur. 


mbl.is Varað við litarefnum í mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband