Friður og samstaða?

ThorbjorgHelga

Ef gæfan verður hliðholl Sjálfstæðisflokki í komandi sveitarstjórnakosningum hlýtur Borgarstjórinn í Reykjavík að fylgja þeim 92% Sjálfstæðisfólks sem vilja láta flugvöllinn vera í friði. Borgarskipulagið sem skilar amk. núverandi bílum á sína áfangastaði þrautalítið hlýtur líka að fá að vera í friði, enda meginþorri fólks sem kýs þann ferðamáta. En Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir virðist ekki vilja verða þannig borgarstjóri sátta, heldur virðist hallast að afleitu borgarskipulagi SamBesta 101 Latte - hópsins og þar með að Reykjavíkurflugvöllur verði færður við fyrsta tækifæri.

Sjálfstæðisflokkurinn sameinar ólík sjónarmið, en það eru nokkur meginþema sem kalla má grunngildi og gera verður ráð fyrir að næsti borgarstjóri aðhyllist, þegar hann eða hún er Sjálfstæðismanneskja. Gísli Marteinn sá sína sæng upp reidda þegar hann virtist ætla að ganga áfram gegn þessum grunngildum, sem varð til þess að hann dró sig úr slagnum. Í landsmálunum fór þannig að lokum fyrir ESB- sinnum líka, sem gengu gegn landsfundarsamþykktum Sjálfstæðisflokksins og langflestum flokksmönnum.

Gera verður ráð fyrir því að frambjóðendur til oddvitasætis flokks fari eftir grundvallarstefnu og samþykktum þess flokks, ella er það ekki vænlegt til friðar eða samstöðu, nema við núverandi borgartrúða.


mbl.is Þorbjörg Helga sækist eftir oddvitasæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband