Tími fyrir markvisst Sjálfstæðisfólk

Blami Reykjavik

Nú þegar Jón Gnarr hverfur aftur til starfa við hæfi, þá opnast gáttirnar fyrir Sjálfstæðisflokkinn í borginni ef í prófkjöri hans velst fólk til forystu sem fylgir stefnumálum flokksins af festu.  Þau sem það gera í samgöngu- og skipulagsmálum eru (skv. viðtölum þeirra) amk. Júlíus Vífill Ingvarsson, Halldór Halldórsson, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir og Björn Gíslason. Gott væri að fá ábendingar um það hverjir aðrir frambjóðenda styðja stefnu flokksins, ítrekaða í febrúar 2013:

Samgöngur í lofti: Reykjavíkurflugvöllur gegnir óumdeilanlega lykilhlutverki sem miðstöð sjúkra- og innanlandsflugs. Flugvellinum skal því tryggð áframhaldandi aðstaða í Vatnsmýrinni og hið fyrsta skal hefjast handa við byggingu nýrrar flugstöðvar. Grunnforsenda er að þar séu reknar tvær flugbrautir til frambúðar. Landsfundur leggur áherslu á að innanlandsflug verði með svipuðu sniði og verið hefur.

Einnig þarf að tryggja að skipulagsslysin sem Samfylking og Besti flokkur hafa staðið fyrir verði ekki staðfest, með öllum sínum bílastæðalausu blokkum og umferðarteppum.

Skýr svör 

Nokkrir frambjóðendur í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokks tala í skipulagsmálum eins og þau séu í andstæðum  flokki. Ég hvet Sjálfstæðisfólk í borginni til þess að leitra skýrra svara hjá frambjóðendum. Tal um „þéttingu byggðar“, „fleiri valkosti“ „og rúm fyrir aðrar skoðanir“ er notað í stað þess að segja að það vilji flugvöllinn burt og að Samfylkingar- útópían verði ofan á í skipulagsmálum. 

Nýtum tækifærið 

Samningurinn um flugvöllinn má ekki slá ryki í augu þeirra sem vilja halda Reykjavík góðri samgönguborg. Ef andstæðingar vallarins eru kosnir til valda núna, hvar í flokki sem þeir standa þá verður hann ólíklegri til þess að endast og við sitjum áfram uppi með Skandinavíu- ídealistana!

 

 


mbl.is Gjörbreytt staða í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband