Óíslenskar tilskipanir

EU Rules

Tilskipanir ESB sem aldrei yrðu búnar til hér á ekki að leiða í lög. Það á við um endurnýjanlegt eldsneyti, glóperubann, ofurþykkt einangrunar osfrv. Áður fyrr var tilgangur lagasetningarinnar fremstur, en sl. 4-7 ár ESB- aðdáunar þá er ESB- tilskipunum þindarlaust mokað í gegn um Alþingi, óháð tilgangi og uppruna þeirra.

Nú er kominn tími til þess að endurskoða þetta fargan: snúa til fyrri vegar, sem var sá að vega og meta hvort tilskipunin henti íslenskum aðstæðum yfirleitt og haga aðgerðum í samræmi við það. Sú aðferð gekk ágætlega  og veldur Íslendingum ekki kostnaði og armæðu eins og óþurftar- tilskipanir gera.


mbl.is Ríkið verður af 800 milljónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eftir þessu (linkur) að dæma þá höfum við engar skyldur til að þóknast lögjöf sambandsins né taka hana upp ef hún hentar ekki.

Spurning um hvort við förum að nýta okkur þessa nýfundnu þekkingu á klásúlum samningsins, sem við lásum og skrifuðum undir.

http://www.ruv.is/frett/er-ees-samningurinn-ad-breytast

Jón Steinar Ragnarsson, 31.10.2013 kl. 10:59

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Rétt, Jón Steinar. Auk þess fór ég á doktorsvörn í þessu í HÍ fyrir nokkrum árum, en þar rakti verjandinn hvernig óhæfar tilskipanir ESB voru jafnan hundsaðar hér eða aðlagaðar. Síðan fóru málin sum fyrir EFTA- dómstólinn, sem tók oft sérstaka hagsmuni Íslands til greina. En jafnvel dómar hans voru hundsaðir, enda refsilausir. Stóru ríkin gera hvort eð er ítrekað hið sama, enda er EES milliríkjasamningur. Ekki er hægt að binda hendur Alþingis með slíku. En ef við værum í ESB, þá væri Alþingi til skrauts eins.

Ívar Pálsson, 31.10.2013 kl. 11:30

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það hefir lengi verið vitað að þessar reglur EES voru aðeins til viðmiðunar og sagt að það væri mat viðkomandi ríkis hvað þeir gerðu. Ég man sérstaklega eftir Bílprófsmálinu þegar þeir fækkuðu farþegum og minnkuðu bílanna en á þeirri ''tillögu'' var tekið fram aðeins til viðmiðunar. Þetta mál ruglaði svo fyrirtæki sem voru með sérstaklega amerískan bilaflota 12 og 15 manna Forda að þeir þurftu að selja nýja bíla á gjafaverði þar sem þeir urðu verðlausir eða þá að þeir þurftu að ráða nýja starfsmenn sem höfðu meirapróf.    

Valdimar Samúelsson, 31.10.2013 kl. 15:45

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

PS ég f

or að fylgjast með þessum lögum á þessu tímabili og það var margt skrítið.

Valdimar Samúelsson, 31.10.2013 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband