Stöðugur Sjálfstæðisflokkur

Ný könnun sýnir Sjálfstæðisflokkinn með sama fylgi og í Alþingiskosningum, langstærstan flokka. Langflest  Sjálfstæðisfólk (92%) vill Reykjavíkurflugvöll í friði sbr. óháðar kannanir og Landsfund flokksins. Stöðugleiki er nauðsynlegur, sérstaklega þegar um er að ræða skipulag höfuðborgar. Nú velst fólk til forystu í prófkjöri í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Tvær konur og tveir karlar sækjast eftir fyrsta sæti. Konurnar, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hildur Sverrisdóttir, segja í ræðu og riti að þær vilji flugvöllinn burt, þvert á vilja flokksmanna, á meðan karlarnir tveir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Halldór Halldórsson fylgja traustri stefnu flokksins.  

Ef tryggja á lýðræðinu í Sjálfstæðisflokknum áframhaldandi sess, þá er vissara að kjósa annað hvort Júlíus Vífil eða Halldór Halldórsson í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna þann 16. nóvember 2013. 

 


mbl.is Ríkisstjórnin með 43% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sjálfstæðisflokkurinn er að festast í fylgi 20-30%. Það er mikil breyting frá því þeir áttu 40-50% í borginni í áratugi.

Gott fyrir lýðræðið.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.11.2013 kl. 09:19

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Jón Ingi. Þegar 40-50% borgarbúa ber gæfa til þess að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, þá byggist myndarleg borg. En þegar grínframboð og afar sveiflukenndir vinstri flokkar á við Samfylkingu næla sér í völdin, þá veit enginn hvaðan vindurinn blæs. Eina sem var öruggt var 20 milljón króna skuldaaukning hvern einasta dag.

Ívar Pálsson, 4.11.2013 kl. 10:14

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Meirihluti kjósenda er ósammála þér..greinilega.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.11.2013 kl. 12:08

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Jón Ingi, 75% fleiri kjósendur kusu Sjálfstæðisflokkinn heldur en Samfylkinguna í síðustu kosningum. Samt laumaðist hún inn á Besta flokknum, sem fékk 1,1 prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn:

http://astromix.blog.is/album/Skyringamyndir/image/1220743/

Ívar Pálsson, 4.11.2013 kl. 13:08

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sjálfstæðismenn hafa alltaf vinninginn.

Helga Kristjánsdóttir, 5.11.2013 kl. 03:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband