Reiðhjólin til bjargar

Reidhjol til bjargar

Stormurinn gnauðar.  En í 101 Reykjavík hlýtur allt að vera í blóma, fólk ferðast á reiðhjólum innan þess svæðis (enda fór það seinast út af svæðinu í hitteðfyrra), athugar hvort fuglarnir á Hofsvallagötunni njóti nýja húsnæðisins, kíkir til hvers annars í ljóðalestur, en hefur samt eðlilegar áhyggjur af koltvísýringslosun í þessu veðri, enda er hún mest vatnsgufa. Þau fagna núna, því að staðfesta á skipulagsáætlun um að fækka bílum Reykvíkinga um tugi þúsunda og hægja á umferð þar sem hún er skilvirk. En einungis þannig tekst að kæla heiminn.

Nýja reiðhjólabjörgunarsveitin (sjá mynd) sannar gildi sitt svo um munar núna.


mbl.is Vindhviður í 52 metra á sekúndu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Hörðustu hjólagarpar láta ekki  þetta slydduhret stoppa sig . Sjálfur hjólaði ég töluvert í vinnuna í sumar og fram í október. Myndi nú ekki treysta mér í þetta  veður.

Hörður Halldórsson, 10.11.2013 kl. 17:27

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður Ívar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2013 kl. 17:52

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Verst að reiðhjólasveitin hefur enn ekki uppgötvað vinnustaðinn Háskóli Íslands. Þar sést ekki eitt hjól í hjólagrindum en öll bílastæði og fótboltavellir eru full af koltvísýringslosandi bensínbullum. Þó hefur hjólastígur verið lagður eftir endilangri Sæmundargötu.

Ragnhildur Kolka, 10.11.2013 kl. 19:12

4 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Fyrir utan Hámu er reyndar kraðak af reiðhjólum flesta daga. Mættu þó vera fleiri. Auk þess taka mjög margir stúdentar strætó fyrir utan þá sem eru svo heppnir (eða forsjálir) að búa í göngufæri við skólann. Flæmi af gjaldfrjálsum bílastæðum á öllu háskólasvæðinu er hins vegar nokkuð sem hvergi sést í nánd við evrópska háskóla.

Sæmundur G. Halldórsson , 10.11.2013 kl. 22:48

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Háskólastúdentar létu Gnarr&Co ræna frá sér hundruðum bílastæða átölulítið fyrir tugmilljóna króna hjólastíginn. Síðan er næst á dagskránni að rukka stúdentana, sem þurfa margir eðlilega að aka langt til þess að komast heim í ódýrt húsnæði, ekki 101 Reykjavík þar sem kjallarahola kostar handlegg og fótlegg, eins og Kaninn segði.

Ekkert er sjálfsagðara en að laga til ónýttar lóðir með möl, svo að ekki sé níðst frekar á stúdentunum. Eða þá að rústa stígnum fína, svo að ekki þurfi að malbika í kring um Sæmund á Selnum!

Ívar Pálsson, 11.11.2013 kl. 00:17

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Af hverju megum við ekki njóta þess að vera á Íslandi? Fá stæði við háskólann, fara í langa kröftuga sturtu, drekka hreint vatn, lenda aldrei í umferðartöfum, geta lagt bílnum nálægt staðnum sem farið er á osfrv.? Hví þarf maður endilega að taka á sig þær þrautir sem erlendur stórborgarbúi verður að lifa við? Íslendingar lifa af hérna uppi á klaka með því að láta sér líða vel án þess að níðast á öðrum.

Leyfum hvert öðru að ákveða fyrir sig hvort það vilji njóta öryggis og þæginda á bíl eður ei, en ákveðum ekki að bílum eigi að fækka, af því að einhverjum ídealistanum finnst að næsti maður eigi að fórna fjölskyldubílnum sínum, algerlega af ástæðulausu.

Ívar Pálsson, 11.11.2013 kl. 00:27

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hressandi dagur hjá mér,tippa á þína færslu af öllum eftir góðan nætur+dagsvefn. Hér í nágrynni við mig býr,, Jói á hjólinu,,blessaður kallinn,þurfti að leiða hjólið upp brekku,er þó einn mesti hjólagarpur. Ég held að hjólin fyrir utan Hámu eigi flestir þeir sem búa á ,Garði, það er nógu langt á milli húsa á þessu svæði. Ég næ í stæði bak við Aðalbygginguna ef ég gæti þess að vera vel fyrir 8,á morgnana,þar sem byggingarvinna skerðir þau enn meir.Næ að sitja yfir í jólaprófunum,kannski vorprófum,tíminn líður hratt.

Helga Kristjánsdóttir, 11.11.2013 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband