Samfylking: verst með þróunaraðstoð

AfrikaBarnMedVelbyssu

Loksins er aðhald á réttum stöðum. En Árna Páli Árnasyni fannst verst að þróunaraðstoð yrði skorin niður! Verst væri þá ekki t.d. í heilbrigðiskerfi okkar, í menntakerfinu eða í löggæslu. Nei, það væri víst  verst að takmarka peningaflæðið til spilltra herforingjastjórna í mið- Afríku, þar sem við tökum að okkur þau verk samfélags þeirra sem þau spilltustu ríki veraldar sinna ekki, eins og að færa þegnum landsins vatn. Samkvæmt Árna Páli og Samfylkingunni átti þá að halda áfram að taka lán hér fyrir gjaldeyri sem færi til þessarra þarfa.

Undarleg er forgansröðun þín, Árni Páll Árnason. 

 


mbl.is Tuga milljarða hagræðing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Svonefnd þróunaraðstoð Íslendinga er þjóðaskömm. Við verjum miklu lægra hlutfalli af þjóðartekjum til hennar en nokkur sambærileg þjóð. Bendi á bloggpistil minn um þetta efni.

Þróunaraðstoð okkar og Vestulanda er brot af því arðráni, sem við stundum með styrkjum til landbúnaðar og tollum á landbúnaðarvörur.

Sem dæmi um mismun á kjörum þjóða má nefna að hagkerfi Eþíópíu er álíka stórt og okkar Íslendinga en Eþíópímenn næstu 300 sinnum fjölmennari.

Það er hreint fáránlegt að bera saman neyðina í því landi og hér og gefa í skyn að hér á landi sé þörfin brýnni fyrir aukin fjárútlát.  

Ómar Ragnarsson, 12.11.2013 kl. 13:03

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ómar greinin var um hneykslun Árna Páls þar sem hann dregur þetta atriði út sem aðalmálið.  Og svo kemur í ljós að ríkisstjórn Jóhönnu stóð og féll með því hvort þessi aðstoð yrði lækkuð.  Þetta lýsir bara málflutningi margra, þar sem tilgangurinn helgar meðalið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2013 kl. 13:11

4 identicon

Ég vil frekar að þessar 264 milljónir sem eiga að vera framlag Íslands til NATÓ renni til tækjakaupa á Landspítalanum.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 12.11.2013 kl. 13:15

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir tengilinn, Ásthildur Cesil. Össur er sjaldnast með fæturna á jörðinni, hann er bara í sínum draumaheimi.

Ómar, það er rétt að þróunaraðstoð Íslendinga er þjóðarskömm. Ef til væri bókhald um alla þá milljarða sem mokað hefur verið í óheilbrigt og óskilvirkt kerfi þróunaraðstoðar, þá dytti eingum heilvita manni í hug að láta krónu til þess í gegn um ríkiskerfið. Vitrænn möguleiki er styrkur til hjálparsamtaka með fullu bókhaldi alla leið, en það fæst sjaldnast.

Auðvitað er neyð til alls staðar á meðal 7 milljarða manna. En það er ekkert vit í því að 320.000 manns sem skulda meira en tugmilljóna þjóðir taki gjaldeyrislán til þess að henda peningum á glæ í spillingu úti í heimi bókhaldslaust með öllu.

Ívar Pálsson, 12.11.2013 kl. 13:21

6 Smámynd: Ívar Pálsson

H.T.Bjarnason: NATO sér um varnir og eftirlit Íslands og norðurhjara, ekki til hjálpar herjum Mið-Afríkuríkja. Framlag okkar til NATO er þá brotabrot t.d. vegna Keflavíkurflugvallar eða ratsjárstöðva.

Ívar Pálsson, 12.11.2013 kl. 13:28

7 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hérna getum við Ívar náð saman.

Hvernig getur ríkið verið að senda miklar fjárhæðir úr landi á sama tíma og LANDSPÍTALINN hefur varla efni á því að kaupa plástur á skattborgara eigin lands.

Jón Þórhallsson, 12.11.2013 kl. 13:36

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ein vinkona mín er frá Kenýa, hún og hennar maður eru að safna hér fyrir skólum og spítölum í Kenýa, þau söfnuðu dósum og slíku og fengu peninga til að kaupa land þarna úti.

Þessi vinkona mín sagði mér að það færi margt til spillis sem væri gert af ýmsum samtökum og þróunaraðstoð, þetta væri af góðum vilja gert, en málið væri að þetta fólk þekkti ekki löndin sem það er að gefa til. Þau þekkja ekki úr raunverulega neyð og tilbúna neyð fólks sem er að svindla á kerfinu, þannig að margt færi til spillis. Þess vegna vil ég frekar styðja innlenda aðila sem eru að vinna þjóð sinni gagn, á heimavelli, en styrktarsamtök sem þekkja lítið eða ekkert til.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2013 kl. 14:34

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Ásthildur, það er rétt. Bara yfirbygging ríkisins þar sem ráðgjafar og eftirlitsfólk býr á svæðunum með kannski 2 milljónir á mánuði skattfrjálst (að ég tali ekki um kratastjórann sjálfan þar úti), með kokk og allt á sendiráðasvæði. Niðurstaðan er svo kannski skóli þar sem skólaganga hvers barnaskólakrakka kostar á við Harvardmenntun vegna kostnaðarins, mútufjár og alls þess sem nausynlegt er til þess að starfsemin virki á stríðshrjáðum svæðum.

Ívar Pálsson, 12.11.2013 kl. 15:31

10 Smámynd: rhansen

Það er þjóðarskömm allir þeir peningar sem eru sendir árlega úr þessu landi i ótal safnanir erlendis og engin veit hvert komast i rettra hendur eða tilhvers eru notaðar ?...meðan þörfin er æpandi her heima á mörgum vigstöðvum og til margra mála ...þetta skrifaði Eva Joly um i bókini sem hun gaf út fyrsta árið sem hun kom her eftir hrun ..varaði við þessu og sagði að i flestum föllum lenntu allir peingar sem svona sögnuðust i höndum Mafia um allann heim og gerðu ekkert annað en efla þeirra starfsemi !! ..Mer dettur ekki i hug orðið að gefa krónu ..og viil  algjörlega draga niður i lágmark alla þrónaraðstoð á meðan við rettum eigin hag ..svo má sja til .....það bjargar enginn þeim sem ekki bjara ser sjálfir ...það gildir um allar þjóðir heims !!   einstaklinga lika !

rhansen, 12.11.2013 kl. 16:38

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ómar Ragnarsson, þeir í nágrenni okkar, sem fara verst með þróunarlönd, eru Brusselbossarnir og ráðamenn ESB-ríkjanna. Háir sykurtollar ESB gagnvart umheiminum og á fleiri framleiðsluvörum 3. heimsins, til þess að verja framleiðslu í ESB-ríkjum, sem ella væri ekki samkeppnishæf, er ekki á ábyrgð Íslendinga, heldur Evrópusambandsins, sem þessi flokksnefna, sem þú gekkst í Samfylkingin, dáist að um alla hluti fram.

En þú mátt alveg segja frá því hér, hvort þú sért kannski (og vonandi) farinn að berjast gegn þessum ESB-undirlægjuhætti innan þessa flokks þíns -- og hvort þú standir þar með Íslendingum, Færeyingum og Grænlendingum í makrílmálinu fremur en með Evrópusambandinu!

Jón Valur Jensson, 12.11.2013 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband