Vaxandi Ísland

Hagvoxtur 2013 9man

Einföld spurning: Ef 320.000 manns njóta sjálfstæðis, eru með land ríkt af auðlindum, er vel menntað, flestir með atvinnu og með einn besta hagvöxt Vesturlanda, á þá sú þjóð að deila þessu með 500 milljóna manna þjóðasúpu, sem hefur þá jöfn réttindi til gæðanna og við?

Í raun er þetta engin spurning. 


mbl.is Hagvöxtur mælist 3,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Kjarnyrt og gott, Ívar.

Páll Vilhjálmsson, 6.12.2013 kl. 19:40

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk, Páll. Grænlendingar eru 56.370 manns (u.þ.b.!). Okkur finnst sjálfsagt að þeir verði alveg sjálfstæðir, svo fáir með allar sínarauðlindir. En líkt er farið með okkur báðum þjóðum.

Ívar Pálsson, 6.12.2013 kl. 21:44

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Einfalt og skiljanlegt, janfvel fyrir mig ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 7.12.2013 kl. 10:26

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

500 milljónirnar hafa haft þennan jafna rétt, til dæmis til eignar á landi, síðan 1994 í gegnum EES-samninginn. Sem betur fer hefur þetta sloppið fyrir horn til þessa. En eins og Danir, Svíar og nú síðast Ungverjar áttum við þá og eigum enn að setja ákvæði sem girða fyrir hættu á því að eignarhald auðlinda og lands hverfi í erlendar hendur.

Núverandi stjórnvöld vilja hins vegar slaka á frekar en hitt. Og því miður höfum við sjálf reynst fullfær um að eyðilegggja íslensk náttúruverðmæti síðustu árin og stefnum í að bæta þar líka í.

Ómar Ragnarsson, 7.12.2013 kl. 14:51

5 Smámynd: K Zeta

Ívar. það er ekki rétt að taka svona hagvaxtar "snapshot" taktu "holistic" t.d. 2002- 2013/ frammistöðu krónunnar og vaxtakotnað.

K Zeta, 7.12.2013 kl. 19:48

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Ómar, EES- veitir ekki borgararétt, m.a. réttinn til auðlindanna. Þar er reginmunur á ESB og EES. Við höfum t.d. ekki sömu réttindi í Noregur og Norðmaður þar, þótt við megum stofna félög eða t.d. vinna eða kaupa fasteign.

Núverandi stjórnvöld vilja réttilega slaka á hramma ríkisins, sem losar þá um hagvöxt. Hann gerist ekki með fyrirtækjum í ríkiseigu, það sást hjá Steingrími J. og Jóhönnu.

En virkjanir í þágu Breta eða ESB með kapli að hætti Samfylkingar „eyðileggja“ meira en þörf er á.

K Zeta, ég batt mig ekki við neina tölu í hagvextinum. Ljóst er þó að hann er vel í betra lagi hér og nú. Rétt er að vextir eru háir og gjaldeyrislásinn erfiður, en raunstaðan er þó til vaxtar, einmitt til þess að geta greitt vextina af bólunni. Við verðum að miða við stöðuna eftir hrun til þess að meta hvort vöxtur sé í gangi eður ei. Varla tóku menn WWII inn í hagvaxtarmælingu árið 1950.

Ívar Pálsson, 8.12.2013 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband