Hvað með Loftskeytastjórann?

Saudskinnsskor Sarpur is

Segja má að um 780 manns greiði 18.800 krónur hver á ári í sérstakan skatt fyrir Útvarpsstjóra. Á næsta ári munu 1560 manns gera það sama. Þetta leiðir hugann að því af hverju sé ekki verið að greiða fyrir Loftskeytastjóra Ríkisins, Símastjóra, Telexstjóra, Telefaxstjóra og auðvitað Alnetsstjóra Ríkisins!

Enn þykir eflaust einhverjum sjálfsagt að okkur fimm manna fjölskyldu beri að greiða 94.000 kr. á ári til Ríkisútvarpsins. Við sem notum aðallega netið, horfum á Stöð 2 og erlendar rásir og hlustum á allt annað en Gufuna í útvarpi. Þetta úrelta ríkis- mjólkunar kerfi er arfleifð Jónasar- frá Hriflu- tímans sem verður að leggja af sem allra fyrst. Nokkrar manneskjur geta útvarpað þessu á netinu, enda eiga hartnær allir Íslendingar nettengda tölvu.

Við getum Ipad- vætt alla aldraða Íslendinga fyrir eitt RÚV árgjald, svo að allir geti náð Nýja Ríkisnetútvarpinu!


mbl.is Páll með 12 mánaða uppsagnarfrest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er bara eitt að gera reka alla úr Útvarpshúsinu niður á Lögreglustöð eða finna einhvern ''radioshack'' upp á heiði fyrir þau. Það er sannað að þetta er ólöglegur pólitískur flokkur sem hefir starfað gegn fólkinu í landinu sem ESB sinnar. Ég vil sjá fólkið okkar sem heldur uppi lögum og reglum í sómasamlegu umhverfi og það væri sómi að sjá þá í útvarpshúsinu.

Valdimar Samúelsson, 21.12.2013 kl. 14:36

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það má líka bæta við að Páll á ekki rétt á 12 mánaða uppsagnafrest þegar hann segir upp sjálfur en hann gekk út í beinni útsendingu.

Valdimar Samúelsson, 21.12.2013 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband