2014: ár tilflutninga í Evrópu?

Roma EU

Gleðilegt ár öllsömul. Nú opnar ESB faðminn alveg fyrir 27 milljón þegnum Rúmeníu og Búlgaríu, fátækustu ESB- löndunum. Unga fólkið á Spáni og Ítalíu með sitt 55% atvinnuleysi fagnar tæpast þessum auralitlu atvinnuleitendum. Eða Bretar, sem bjuggust við 15.000 slíkum frá Austur- Evrópu fyrir tíu árum, en 1,5 milljón manns mættu til þeirra, um 100- falt fleiri en búist var við. Augljóslega verður tilflutningur af þessari breytingu og þá helst til stöndugri ríkjanna, með sína atvinnu, félagslegu kerfi og heilbrigðisþjónustu. Jafn auðséð er viðspyrna íbúanna, sem hafa þurft að skera niður í ríkisþjónustu til verndar kerfinu.

Viðbúið er að næst muni Samfylkingin berjast fyrir réttindum þessarra ESB- þegna inn til Íslands, enda eiga innflytjendur þar hauk í horni, sem Samfylkingin er. Raunar á það yfirleitt um hvern þann sem girnist aðgang kerfanna, sem byggð hafa verið upp hér. Atvinna, raforka, heilbrigðisþjónusta, félagslegt kerfi og lífeyrissjóðir: aðgangur fyrir aðra utan Íslands fæst helst í gegn um Samfylkinguna. Eða kannski í gegn um um Bjarta framtíð 2014?


mbl.is Takmörkunum aflétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ár & síð

Sæll og gleðilegt ár. Hér er ein frásögn, þetta verður líklega ekki svona slæmt hjá Bretum.

Bestu kveðjur

Matthías

http://www.theguardian.com/commentisfree/2014/jan/02/immigration-invasion-bulgarians-romanians-uk

Ár & síð, 2.1.2014 kl. 15:53

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Sæll Matthías og gleðilegt ár. Takk fyrir tengilinn.

Flugbókanir til Bretlands eru kannski ekki miklar, en rútur eru víst vel bókaðar. Málið er þó að Bretar krefjast núna staðfestingar um atvinnu. Líka núna Frakkar, Hollendingar og Belgar. Andstaðan harðnar smám saman.

Ívar Pálsson, 2.1.2014 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband