Saltið sparað

Ice skilti

Stefna borgaryfirvalda er augljóslega sú að spara saltið og hlífa þar með ekki borgurunum. Mánaðargamlir klakabunkar liggja jafnan yfir heilu úthverfunum, stígum og gangstéttum, þar sem einungis strætóleiðir eru saltaðar. Brekkan í götunni heima hefur verið með fljúgandi klakahellu vikum saman og ófært er fyrir aldraða á svæðinu.

Umhverfisfanatík og popúlismi má ekki valda því að öryggi borgaranna sé skert. Tækifærin til þess að losna við klakann (sem átti aldrei að ná því að verða til, með almennilegum snjómokstri) eru ekki nýtt með saltburði þegar hitastigið er rétt til þess á köflum. Fyrir vikið lendir fólk í slysum og varanlegum krankleika.

Við þurfum að fá saltið aftur á göturnar og sérstaklega á stígana.


mbl.is Mikil ísing á götum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Maður er í stórhættu á hjóli, jafnvel á umtöluðum og frægum hjólastígum. Ekkert er þar gert til að eyða klakabunkunum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 9.1.2014 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband