Höldum GMT og sólskininu

Timabelti Evropa

Tímabeltið á Íslandi í núverandi stillingu (hádegi um 13:15) gerir lífið bærilegra fyrir Íslendinga. Frítími og fjölskyldu- tími fólks eftir vinnu er mikilvægari heldur en birtustigið þegar haldið er til vinnu á morgnana. Ef breytingarsinnar verða ofan á í þessu, þá lengist myrkvaði hluti vetrar um klukkutíma fyrir vinnandi fólk, þar sem það fer í vinnuna í myrkri og kemur heim í myrkri. Mun betra er núverandi kerfi sem hefur reynst vel, að njóta lífsins í sólskininu stærri hluta sólarhringsins allt árið um kring.

Skýrsluhöfundar gefa sér það að Íslendingar færu fyrr að sofa ef þeir vissu að birtan kæmi fyrr um morguninn. Öllu líklegra er að þeir fari að sofa sælli (eins og nú, einir hamingjusömustu í heimi) eftir að hafa verið einni stundu meira í birtunni. Vordagarnir eru sælli og haustin fallegri ef eftirmiðdagur og kvöld eru bjartari. Þeir þýskættuðu verksmiðjueigendur sem vilja færa birtuna fyrr inn á daginn geta bara fengið sér ennisljós þegar þeir hlaupa í vinnuna klukkan sex á morgnana.

Höldum klukkunni, flugvellinum, fullveldinu og öllum öðrum góðum kerfum sem virka. Ekki eilíft að rugga bátum sem sigla vel. 


mbl.is Íslendingar rangt stilltir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Alveg er ég hjartanlega sammála.

Íslendingar færu ekkert fyrr að sofa þó klukkunni yrði breytt. Þeir sem eru vanir að vaka yfir sjónvarpinu til miðnættis eða lengur munu gera það áfram. Þeir verða jafn syfjaðir þegar þeir þurfa að mæta til vinnu.

Ágúst H Bjarnason, 9.1.2014 kl. 12:46

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Algjörlega sammála. Og á sumrin vil ég frekar færa klukkuna fram um klst. og getað grillað í hlýju og sólskyni eftir vinnu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.1.2014 kl. 14:29

3 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Sammála. Hvernig væri að sumir skipulegðu sig og færu fyrr að sofa. Ekki kenna klukkunni um að börninn fara ekki að sofa og þau hafa einga stjórn. Í gærkveldi henti ég smá inn á Facebook um leið og ég stóð upp til að fara að sofa. Þá dettur inn LIKE frá 14 ára vinkonu dóttir minnar á málið. Ég horði á klukkuna og hugsaði til þess að mín dóttir væri búinn að sofa í tvo klukkutíma.

Það eru óreiðu fjölskildur allstaðar en sammt held ég fleiri á íslandi með svefninn í klessu. Vertu foreldi og ekki kaupa þér gerfi vinsældir með stjórnleysi. Börninn verða bara skapill og eiga erfiðara með að læra ef þau eru svefnvana.

Matthildur Jóhannsdóttir, 9.1.2014 kl. 14:31

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hér er fróðlegur pistill Þorsteins Sæmundssonar stjörnufræðings  frá 2010 um seinkun klukkunnar:  http://www.internet.is/halo/klukkan2.html

Ágúst H Bjarnason, 9.1.2014 kl. 14:52

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Og hér er fróðlegur pistill á Wikipedia:

http://en.wikipedia.org/wiki/Daylight_saving_time

Ágúst H Bjarnason, 9.1.2014 kl. 14:53

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála þessu hér

***

Algjörlega sammála. Og á sumrin vil ég frekar færa klukkuna fram um klst. og getað grillað í hlýju og sólskyni eftir vinnu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.1.2014 kl. 14:29

Jón Snæbjörnsson, 9.1.2014 kl. 15:07

7 Smámynd: Davíð Pálsson

Þetta er rétt hjá Ívari. Það hefur verið sagt að Íslendingar njóti ekki minni dagsbirtu en aðrir, hafi jafnvel meiri birtu í klukkutímum talið en aðrir vegna þess hvar við erum á hnettinum, þ.e. breiddargráðu. En vandamálið er bara hversu mikilli birtu við neyðumst til að sofa af okkur yfir sumartímann.

Núverandi stilling klukkunnar hjá okkur Íslendingum veldur því að við komust hjá því að sofa af okkur enn meiri birtu en við gerum.

Breytum alls ekki klukkunni! 

Davíð Pálsson, 9.1.2014 kl. 17:28

8 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ósammála ykkur öllum og vill þessa breytingu,erum ekki hönnuð til að vera að fara á fætur meðan það er ennþá nótt, fer helst ekki á fætur fyrr en undi hádegi nema ég neyðist til (sem ég geri oft sem vaktavinnumaður til margra ára, þarf að vakna rúmlega 6 þegar ég á morgunvaktir - og krakkarnir eru eins og draugar ennþá þegar þau mæta klukkan átta, alveg niður í pínulítil kríli)og ég grilla aldrei og sólin sest seint á sumrin:)

Georg P Sveinbjörnsson, 9.1.2014 kl. 23:06

9 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ég vil en "vill" - afsakið!

Georg P Sveinbjörnsson, 9.1.2014 kl. 23:06

10 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

„Þeir þýskættuðu verksmiðjueigendur sem vilja færa birtuna fyrr inn á daginn geta bara fengið sér ennisljós þegar þeir hlaupa í vinnuna klukkan sex á morgnana.“

Bráðfyndið og vel mælt, félagi

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 10.1.2014 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband