Hættir samt ekki við kapalinn

Aware

Þrátt fyrir slakasta vatnsár í sögu Landsvirkjunar, með skertu orkuöryggi, þá heldur forstjórinn sig við þá rökvillu að rafstrengur til Evrópu yrði hjálplegur Íslandi. Að orkan frá Evrópu myndi forða okkur frekar frá því að lenda í vandræðum. Þetta álit kostar okkur miklar fjárhæðir, tíma og vinnu, sem betur væri nýtt í uppbyggilega starfsemi fyrir land og þjóð.

Slíta strax 

Líkt og ESB- umsóknin, þá eru þessar rafstrengs- þreifingar alger firra. Þeim þarf að ljúka strax og láta ekki nýja óskabarn þjóðarinnar, Landsvirkjun, vaða í villu og svíma eins og Orkuveitan gerði með rækjueldi, Línu.net og hvaðeina, þar til skuldirnar hrönnuðust upp á stöndugt fyrirtækið í öruggum bisniss.

ESB krefst, semur ekki 

Það gefur auga leið að ekki borgar sig að rembast við tengingu út úr þessu lokaða rafkerfi okkar. Við það bætist yfirgnæfandi ESB- pólitíkin, sem djöflast myndi á okkur ef ESB yrði í erfiðri stöðu vegna t.d. gasleysis þegar Rússar láta sverfa til stáls, en Þjóðverjar loka kjarnorkuverum. Við sáum núna hvernig ESB hegðaði sér í makrílkvótanum, gerði nætursamninga við aðra en skildu okkur eftir með smánarhluta. ESB myndi toga í alla strengi ef orku vantaði hjá þeim, sama hvernig ástandið væri á Íslandi á þeim tíma.

Slítum raforkustrengs- athugunum og ESB-umsókninni. Það þarf ekki þjóðaratkvæði um það, bara heilbrigða skynsemi. 


mbl.is Versnandi vatnsbúskapur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það gleymist að vatnsskorturinn hér er á útmánuðum á sama tíma og orkuskorturinn er mestur í Evrópu og verð á orkunni, sem við yrðum að kaupa þaðan því hæst ef það er á annað borð til sölu.

Ómar Ragnarsson, 13.3.2014 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband