XD nr.1 með 40% meira en sá næsti

MMR fylgi 2014 Apr1

Flokkasúpa Íslands nálgast nú fullkomna óreiðu að hætti Pírata með fimm flokka í 11-17% fylgi. Þó stendur Sjálfstæðisflokkur upp úr með nær 24% fylgi, sem er 40% meira en sá næststærsti.

ESB- flokkar 

Hreinir ESB- flokkar, Björt Framtíð og Samfylking eru með 32,2% fylgi samanlagt, á meðan langflestir kjósendur til Alþingis kjósa ekki ESB-aðild. Þessi þversögn er eflaust við lýði vegna flokkadrátta í Reykjavík, þar sem erfiðara er að fá skýrar línur í pólitíkina. 

Slíta strax 

Ríkisstjórnin verður að ganga fram af ákveðni vegna ESB- málsins, að slíta viðræðum strax og hætta þar með að leyfa stjórnarandstöðunni að naga af fylgi þeirra með þvælugangi.  Þá skýrast andstæðurnar og ESB- flokkarnir ná ekki eins að halda grautnum vellandi endalaust. 

Nýjan flokk, takk! 

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru jafnan tilbúnir að styðja formann sinn þegar ákveðið er gengið til verks í samræmi við samþykktir landsfundar flokksins. Eltingarleikurinn við ESB- kratafylgið á óreiðu- miðjunni borgar sig ekki, það hefur margsýnt sig síðustu árin. Vonandi bætist nýji ESB- flokkurinn í miðjusúpuna, það styrkir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn strax. 


mbl.is Dregur úr stuðningi við Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafn Arnarson

Þessi bloggfærsla er þunn súpa og glær í gegn. Hvergi örlar á rökréttri hugsun. Helst virðist þetta neyðaróp rökþrota manns. Ljóst er að viðskiptafræðingurinn hefur ekki grúskað í íslenskri stjórnmálasögu.

Hrafn Arnarson, 7.4.2014 kl. 14:36

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mikið er nú gaman að geta nefnt hina fögru Sjallatölu 40% í pistlinum, töluna um fylgi flokksins, sem Sjálfstæðisflokkurinn gat gumað af í 60 ár. Til hamingju með það!

Ómar Ragnarsson, 7.4.2014 kl. 15:02

3 Smámynd: GH

Skemmtilegra að leggja rétt saman ... 17,1+15,1 = 32,2, ekki 22,2 (skeikar rúmum 40%!)

GH, 7.4.2014 kl. 15:44

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Hrafn og Ómar, maður þarf nú að vera ansi glúrinn í sögu til þess að fara yfir örar fylgissveiflur vinstri flokkanna, þannig að ég reyni það ekki. Hitt horfi ég bara á eins og hver annar (já, afsakið klaufavilluna GH), hvernig eltinga- leikurinn við miðjuna leikur fylgi flokkanna. Sum mál eru skýr, þar sem velja þarf A eða B, eins og með ESB-aðildarumsókn: Já eða nei. „Neyðaróp“ mitt er að fólk tali og framkvæmi á skýran hátt.

Ívar Pálsson, 7.4.2014 kl. 16:00

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Mikið er ég sammála þér Ívar.

Það er greinilegt að þessar tölur henta ekki ESB sinnum.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.4.2014 kl. 18:24

6 Smámynd: GH

Áhugavert að sjálfstæðismaðurinn virðist fagna því að flokkurinn mælist með innan við 25% fylgi, þótt hann glími ekki við neinn greinilegt klofningsframboð. 24% er þannig tæplega 50% undir meðaltalsfylgi flokksins í alþingiskosningum síðustu 50 árin (35,3%) og hann hefur reyndar aldrei fengið undir 25% fylgi í kosningum nema árið 2009 þegar kjósendur höfnuðu honum svo eftirminnilega eftir hrunið (og munar þó aðeins 0,2 prósentustigum á þeirri mælingu og úrslitunum 2009). Þær kosningar þóttu skelfilegt áfall, en nú fagna sjálfstæðismenn því að ná sama fylgi og þá ...

Og ef áfram er reiknað þá mælast flokkarnir sem vilja slíta viðræðum við ESB með rúm 40% fylgi, en hinir sem vilja a.m.k. halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður með tæp 60. En samt á að slíta strax. 

GH, 7.4.2014 kl. 20:22

7 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sæll, Ívar;

Það örlar á Þórðargleði öfundarmanna sjálfstæðismanna í sumum athugasemdanna.  Ef stofnaður verður hægri flokkur um enn meiri miðstýringu á Íslandi frá Brüssel og enn meira skrifræði og reglugerðafargan búrókratanna í Berlaymont, þá verður sá stjórnmálaflokkur mesta pólitíska viðrinið, sem sézt hefur lengi á Íslandi.  Slíkt krataafstyrmi hlyti að klóra mest í fylgi BF og SF.  Verður þá ekki bara einn turn í flokkaflórunni, svo að líking sé fengin að láni hjá Ingibjörgu Sólrúnu ?

Með góðri kveðju /

Bjarni Jónsson, 7.4.2014 kl. 20:51

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Sjáum fyrir okkur að Björt Framtíð og Samfylkingin bræddu sig saman. En flokkarnir vita þá að þeir ná ekki þessu 32,2 prósentustiga fylgi samanlagt, auk þess sem annar hver ráðandi karakter er þarflaus. Heldur fólk virkilega að ESB- flokkur fengi 32,2% í dag og væri þar með stærstur? Nei, þetta vita þeir flokkar og halda því áfram með táningafylgið.

En þegar formaður Sjálfstæðisflokksins slítur loksins ESB- ferlinu (ásamt SDG), sem átti að gerast þar umorðalaust eftir kosningarnar, þá ætti loftið að hreinsast. Eina sem truflar það eru sveitastjórningarnar, sem ættu að fara eftir málefnum en stefna í aðrar hringlandakosningar eins og síðast.

Ívar Pálsson, 7.4.2014 kl. 22:44

9 Smámynd: Baldinn

Þetta byrjar eins og lýsing á íþrótta viðburð,  síðan kemur Halelúja um hvð þitt lið sé best, þó þeir hafi aldrei farið neðar, með þessu áframhaldi lenda þeir í fallbáráttu fljótlega.  En eins og sannur liðsmaður sem stiður sitt lið sama hvað að þá ert þú ánægður og bjartsýnn.  Ég næstum öfunda þig, en veit ekki hvort það er út af hinum sanna liðsanda eða bara út af einfeldninni við að halda með stjórnmálaflokk eins og aðrir styðja knattspyrnulið.

Baldinn, 7.4.2014 kl. 23:35

10 Smámynd: Ívar Pálsson

Fylgisvandinn er ekkert endilega mest Sjálfstæðis- flokksins. Hinir mættu nú aðeins kíkja á naflann sinn. Eru Vinstri græn almennilega gegn ESB sem flokkur? Kemur Björt Framtíð út úr skápnum sem ESB- flokkur, eða ætlar hann að vera í kíkja- í pakkann- deildinni endalaust? Fylgir Framsókn öll sinni forystu?

Ívar Pálsson, 8.4.2014 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband