Vinstri Sam/BF vellingur kosinn

MBL20140520 KonnunHI2

Nú er Deginum ljósara hvert kjósendur stefna með Reykjavík, nema þeir vakni við vondan draum og þeim snúist hugur eftir 11 daga. Vinstri vellingur Samfylkingar/ Bjartrar framtíðar (SamBF) verður annars ofan á með stæl, sem sést t.d. á því hvernig fólk sem kysi í Alþingiskosningum núna mun kjósa í þessum borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Samkvæmt könnun HÍ fyrir Morgunblaðið í dag færi þetta svona: 95% Samfylkingarfólks (til Alþingis) kysi Sam/BF í Reykjavík, 87% BF-fólks, 47% VG-fólks, 38% Framsóknarfólks, 12% Sjálfstæðisfólks en 41% fólks annarra flokka.

Björt framtíð?

Ef einhver velkist enn í vafa um það hvað það þýðir að kjósa aðra flokka en Sjálfstæðisflokkinn til borgarstjórnar núna, þá ætti hann að skoða þessar niðurstöður vel í Morgunblaðinu, því að öruggt má telja að Dagur & Co, sem er SamBF ásamt minni spámönnum, líti á útkomuna sem staðfestingu á því að þau séu að gera rétt í stjórn borgarinnar og með áætlanir sínar um rammsósíalískar breytingar á samfélaginu.

Að hika er sama og að tapa

Eflaust er margt sjálfstæðisfólk hikandi við að kjósa ESB-vilhallann mann til borgarstjóra, en í borgarmálunum hefur Halldór Halldórsson réttar áherslur að mestu, enda sveitarstjórnarmaður að upplagi. Ég segi að mestu, því að hugmyndin um þverun Skerjafjarðar með vegbrú yfir á Álftanes var afleit og hefur sem betur fer verið blásin af. Megináherslurnar standa réttar, að standa vörð um það ágæta samfélag sem byggt hefur verið í Reykjavík og er engin ástæða til þess að umbylta. En það verður við ramman reip að draga samkvæmt nýjustu tölum.


mbl.is Meirihlutinn með tíu fulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég get ómögulega gert að því að mér finnst þessi staða svolítið furðuleg og næstum hlægileg.  Yfir 70% Reykvíkinga vill hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni en svo ætlar þetta sama fólk að kjósa þá sem mest vinna að því að flugið fari annað.  Það er eitthvað þarna sem passar ekki alveg..................

Jóhann Elíasson, 20.5.2014 kl. 08:09

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er ljóst að vilji borgarbúa er að þessi skaðræðisflugvöllur hefur ekkert að gera í vatnsmýrinni

Sleggjan og Hvellurinn, 20.5.2014 kl. 09:05

3 Smámynd: Benedikta E

Það er of mikið af ESB flugumönnum á framboðslista Sjálfstæðisflokksins - til að sjálfstæðisfólk vilji styðja hann.

Sjálfstæðisfólk kýs ekki krata.Kratatnir létu sig ekki vanta í prófkjörið hjá Sjálfstæðisflokknum en þeir kjósa ekki xd á kjördag - þá kjósa þeir krataflokkinn. xd fær 1 - 2 kjörna í þetta sinn.

Benedikta E, 20.5.2014 kl. 12:16

4 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Hægt og Hljótt var of hljótt til að vinna Eurovision.

Vandinn er að tónn Halldórs virkar þannig. Hann þarf að gelta hátt og halda sjónarmiðum þjóðhollra landsmanna á lofti, enginn afsláttur gefinn! Fulla ferð áfram og báðar vélar er dagskipunin!

3-ja brauta áreiðanlegan flugvöll til framtíðar, og með afleiddri stóraukinni framlegð af eðlilegri notkun, bara ekkert rugl, eins og Hjarðarhagabílskúraslys latteliðsins, er stóra málið. Þeir taka Hjarðarhagann eignarnámi bótalaust ef þeir vinna kosningarnar og munu strax, ef vel tekst til, halda eignaupptökunni um leið áfram um alla Reykjavík.

Hver missir næstur sinn Bílskúr eða kannske bara heimaræktaða Grænmetisgarðinn á sinni lóð, sem Borgin hefur rukkað viðkomandi um lóðaleigu í áratugi og allir töldu sitt umráðasvæði um alla framtíð.

- þessu samfó-besta liði er best hent á Haugana strax!

Burt með Mengandi og kostnaðarsamar hraðahindranir allstaðar þar sem það er mögulegt.

Minni mengun og eðliglegt umferðarflæði allstaðar þar sem hægt er að koma því við.

Endurreisum gatnakerfið og spörum rándýrt eldsneyti og spörum eins og við getum gjaldeyri sem þjóðin á ekki til og þarf annars að taka að láni.

Kolbeinn Pálsson, 20.5.2014 kl. 22:02

5 Smámynd: Jón Bjarni

Það er eitt sem ég skil ekki í þessu öllu saman. Menn tala um að það að ESB maðurinn á lista D sé að koma í veg fyrir að Sjálfstæðismenn kjósi flokkinn? Hvað eru þessi Sjálfstæðismenn þá að fara kjósa.. Ekki er það Framsókn eða Dögun .. Gufaði þetta fólk bara upp?

Eða getur verið að flugvöllur í Vatnsmýri eða ESB séu hreinlega bara ekki mál sem skipta Reykvíkinga nokkru máli?

Jón Bjarni, 21.5.2014 kl. 01:08

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

jón

að sjálfsögðu er þetta bara tómt bull í þessu heimsksýn liði... rökræn hugsun eða sannleikur hafa aldrei þvælst fyrir þessu fólki

Sleggjan og Hvellurinn, 21.5.2014 kl. 08:47

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Ég tek undir margt af því sem hér er sagt. En almenn fylgni er við flugvöllinn og sérstaklega hjá Sjálfstæðisfólki, þannig að hann er ekki að eyðileggja eitt eða neitt sem málefni.

Flækjurnar sem nefndar eru hér hafa farið verst með fylgið. ESB- andstaða er sterk í Sjálfstæðisflokknum en ESB- málsvarar þar (10-15% heildar) eru mjög fylgnir sér og með hlutfallslega mikil áhrif vegna tengslaneta, virkni á samfélagsmiðlum og í samtökum, ásamt brennandi áhugar á aðalmálefni sínu, ESB. Þetta hefur liðist lengi innan flokksins og varð síðan til þess að svikabrigslin við forystuna í fjölmiðlum urðu til, sem veikti stöðuna verulega. Mikils pirrings gætir því hjá almennu Sjálfstæðisfólki út í ESB- deildina og núna í borgarmálunum, þegar ESB- fólkið samþykkti flest það sem frá Samfylkingunni kom, sérstaklega Aðalskipulag Reykjavíkurborgar.

Í prófkjöri flokksins komu ESB- konurnar fram sem ein heild og oddvitinn Halldór náði kjöri, en hann er í stjórn Sjálfstæðra Evrópumanna, ESB- aðildarsinna.

Sjálfstæðisfólki almennt er því vandi á höndum: Á það að styðja ESB-sinna (þvert um geð), sem gjarnan eru sammála Samfylkingunni í helstu málum (að hætti Gísla Marteins), eða er nokkur leið til þess að hamla vinstri bylgju Dags & Co á annan skilvirkan hátt? Þar stendur hnífurinn í kúnni.

Ívar Pálsson, 21.5.2014 kl. 09:05

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Að setja Halldór og "ESB-konunnar" í sama flokk er fásinna.

Halldór var sóttur frá landsbyggðinni gagngert til þess að halda flugvellinum í Reykjavík.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 21.5.2014 kl. 10:48

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Sleggjan: „Að setja Halldór og "ESB-konurnar" í sama flokk er fásinna“ segir þú! Hann er í fremstu línu þeirra samtaka, í stjórn og bandalags- bróðir Benedikts. En vissulega ólíkt Samfylkingunni og þeim þá stendur hann sem betur fer með flugvellinum eins og langflestir Sjálfstæðismenn. Annars væri ekki hægt að kjósa hann.

Ívar Pálsson, 21.5.2014 kl. 11:24

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Og eftir stendur þessi ESB vinkill á Halldóri en Reykjavík er ekki að fara að ganga í ESB þannig að það skiptir engu máli með afstöðu hans um það mál.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.5.2014 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband