Mótvægi við Dag?

Red Blue

Dagur Bergþóruson Eggertsson hagnast mest á ESB- flækjunum í Sjálfstæðisflokknum, en þær hafa farið verst með fylgið. ESB- andstaða er sterk í Sjálfstæðisflokknum en ESB- málsvarar þar (10-15% heildar) eru mjög fylgnir sér og með hlutfallslega mikil áhrif vegna tengslaneta, virkni á samfélagsmiðlum og í helstu samtökum, ásamt brennandi áhuga á aðalmálefni sínu, ESB. Þetta hefur liðist lengi innan flokksins og varð síðan til þess að svikabrigslin við forystuna í fjölmiðlum urðu til, sem veikti stöðuna verulega. Mikils pirrings gætir því hjá almennu Sjálfstæðisfólki út í ESB- deildina og núna í borgarmálunum, þegar ESB- fólkið samþykkti flest það sem frá Samfylkingunni kom, sérstaklega Aðalskipulag Reykjavíkurborgar.

 

Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins komu ESB- konurnar fram sem ein heild og oddvitinn Halldór náði kjöri, en hann er í stjórn Sjálfstæðra Evrópumanna, ESB- aðildarsinna.

Sjálfstæðisfólki almennt er því vandi á höndum: Á það að styðja ESB-sinna (þvert um geð), sem gjarnan eru sammála Samfylkingunni í helstu málum (að hætti Gísla Marteins sem var flæmdur burt), eða er nokkur leið til þess að hamla vinstri bylgju Dags & Co á annan skilvirkan hátt? Þar stendur hnífurinn í kúnni.


mbl.is Mikill meirihluti vill Dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér hefði verið gott að hafa Kristinn demókrataflokk, fullveldis- og flugvallarsinnaðan, sem valkost og mótvægi gegn af sér gengnum Sjálfstæðisflokki.

Jón Valur Jensson, 21.5.2014 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband