Pólitík af Frökkum, fyrir Frakka, með Frökkum!

Franska Le Pen

Sigur þjóðernisflokka í kosningunum um Evrópuþingið er svo afgerandi, að endurhönnun ESB verður næst á dagskrá. Algjör firra væri að halda áfram umsókn Íslands inn í ESB- óvissuna, þegar móttakandi umsóknarinnar veit ekki einu sinni á hvaða nótum hann ætti að semja.

„Pólitík af Frökkum, fyrir Frakka, með Frökkum!“ Spánn: við munum ekki halda áfram að servera Tapas á lágum launum fyrir ríkari Evrópuþjóðir. „Þetta kvöld er gríðarleg höfnun Evrópusambandsins. Það sem er að gerast í Frakklandi er fyrirboði þess sem mun gerast hjá öllum Evrópskum þjóðum, endurkoma þjóðar.“

"Tonight is a massive rejection of the EU. What is happening in France prefigures what will happen in all European countries, the return of the nation."

Samruni rennur sitt skeið 

Tugir neyðarfunda ESB síðustu ára til bjargar Evrusvæðinu leiddu af sér stefnu í átt að bankasamruna og jafnvel fjármálalegu ríkjasambandi. En nú þegar kosið var um þá stefnu, þá var henni algerlega hafnað ásamt Troiku- stefnunni, að ESB, Evrópski seðlabankinn og IMF, Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn beittu hverja þjóð hörðu með aðhaldi og þvinguðum samdrætti. Unga atvinnulausa fólkið, 26 milljónir þeirra, láta heyra í sér svo um munar.

Þjóðargjaldmiðlar halda sér 

Annað sem er ljóst eftir þessar kosningar er að Evrópuþjóðir með sinn eigin gjaldmiðil eru harðákveðnar í að halda honum, eins og Pundinu og Dönsku og Sænsku krónunni. Óvissuþættir Evrunnar gera ekki annað en að hrannast upp og gallarnir, aðallega atvinnuleysið, eru vel þekktir.

Við höldum best friðinn með því að draga umsóknina að ESB til baka strax. Evrópa hefur allt of margt á sinni könnu og grundvallarforsendur eru brostnar, ef þær voru nokkurn tíma fyrir hendi.


mbl.is „Pólitískur jarðskjálfti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband