Horfið á sparnaðinn hverfa

Eldgos Erla

Maður dáist að móður jörð í sköpun sinni þegar bætist við Ísland í eldgosi. Útreikningar manna um kolefnislosun verða hjákátlegir, þar sem árssparnaður þjóðar í kolefnislosun með skattlagningu og áþján hverfur á augabragði, mínútum eða klukkutímum. Munum að hvað sem gerist að jafnaði á einni sekúndu margfaldast með 86.400 á einum sólarhring. Því eru t.d. 3 tonn af koltvísýringi á sekúndu nærri 260 þúsund tonn á sólarhring. En einmitt vegna þessa þá var strikað yfir eldgos í kolefnisbókhaldi áþjánarsinna heimsins, þar sem þau væru of óútreiknanleg og gerðust ekki reglulega.

Hraungos eða öskugos? 

Vissulega losa hraungos eins og í Holuhrauni mun minna af gróðurhúsa- lofttegundum heldur en sprengi- öskugos undan jökli. Á það var bent í Fimmvörðuháls- gosinu 2010, sem var krúttlegur húnn á undan ísbirninum, öskugosinu í Eyjafjallajökli. En þegar það gos hófst síðan, þá þögðu kolefnisbókhaldarar þunnu hljóði, enda margfaldaðist losun gróðurhúsa- lofttegunda og gosið stóð í nokkurn tíma.

Gosið sem enginn man eftir 

Síðan gerðist nokkuð áhugavert árið eftir: gosið sem enginn man eftir, Grímsvötn 2011. Samt losaði það þrefalt magn gosefna á við Eyjafjallajökul 2010 og allt á einum degi!

En núna dælist út nýtt hraun úr iðrum jarðar sem gæti allt eins staðið í einn 260.000 tonna losunardag í viðbót, eða í mánuð með 7,8 milljón tonn, eða bætt við sprengigosi í Bárðarbungu sem tífaldar losunina, eða jafnvel kraumandi Kröfluelda í 10 ár.

Engar aðgerðir, takk! 

Vonandi fæst einhver ráðamaður til að skilja það að reglugerðir og skattlagning vegna kolefnislosunar á Íslandi er dundur og fitl, sem breytir engu um veðrið í heiminum, heldur dregur úr lífskjörum okkar. Farið og horfið á nokkur eldgos til þess að sannfærast.

SunsetShipSkerjafjordurIP2014
mbl.is Hraunbreiðan 9,1 ferkílómetri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Eldgos eru stór en við erum lítil. Eitthvað sem kæmi pínulítið niður á lífsgæðum okkar í dag er allt of mikil fyrirhöfn til að bæta heim afkomenda okkar. Við erum ábyrgðarlausir eiginhagsmunaseggir, en "so what"?

Hörður Þórðarson, 4.9.2014 kl. 02:20

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Talað er um hið nýja Ísland. Sköpun jarðlaga með gosi. Um leið kemur sig fram á öðrum stöðum væntanlega. Eins og þú bendir á er ekki allt sem sýnist. Skattasérfræðingar geta lítið aðhafst? Varla senda þeir móður jörð gluggaumslag, stílað á Bárðarbungu. Þeir gætu leitað ráða hjá orkuveitunni.

Almannavarnir gætu talið inn á svæðið fyrir elítuhópa og sett upp kolefnisgjald. Þyrluflug í kringum eldstöðina væri hægt að skipuleggja með gjaldi í kolefnissjóð. Án gamans, allt mannlegt kák er smátt í samhenginu.

Sigurður Antonsson, 4.9.2014 kl. 03:03

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Hörður, mál mitt er að Íslendingar bæta ekki heim afkomenda sinna með þessum kolefnissköttum og ánauð, algerlega að þarflausu. Sú buna upp í vindinn fer beint í fésið.

Satt, Sigurður. Næst er það brimið á ströndinni.

Ívar Pálsson, 4.9.2014 kl. 07:40

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Segjum þeim að rukka eldstöðina. Þeir verða að fara inn í hana í eigin persónu og banka, því hún hefur engan síma, og engan bankareikning.

Og þeir verða að gera það áður en slokknar á henni, því eftir það er engin leið að eiga samskifti við hana.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.9.2014 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband