Tilgangslaus bardagi við borgarana

Dreamstime Angry

Nú koma í ljós afleiðingar aðfararstefnu Dags & Co að bílnotendum, sem eru 84% þeirra sem fara til vinnu sinnar á Reykjavíkursvæðinu. Borgartúns- svæðið vex og margfaldast, en borgaryfirvöld svara þörfinni á bílastæðum með því að fækka þeim og þrengja líka að umferðinni að auki! Í ofanálag greiddum við stórfé fyrir breytingarnar og munum þurfa að gera það aftur til þess að bakfæra þær.

Hvað skiptir máli? 

Hvort skyldi nú skipta meira máli fyrir fjöldann sem stefnir í Borgartúnið á hverjum degi, að komast leiðar sinnar fljótt og örugglega, eða að dást að gangstéttunum, hjólastígunum og trjáhríslunum þegar hann er fastur í umferðarteppu og stressi í leit að bílastæði í bardaga við náungann og íbúa í grennd við svæðið? Lausn yfirvalda er síðan sú að innheimta æ hærri gjöld og leggja á sektir, sem borgar ekki einu sinni kostnaðinn við aðgerðirnar, en leysir nákvæmlega ekki neitt, heldur býr til enn meiri þjáningu fólksins. 

Ef allir sem starfa við Borgartúnið væru spurðir: „Vilt þú að bílastæðafjöldi verði hámarkaður og umferðarflæði aukið á svæðinu?“, þá yrði svarið yfirgnæfandi JÁ! En það hentar ekki stefnu borgaryfirvalda. Látið samt í ykkur heyra og látið Dag B. Eggertsson borgarstjóra vita: Nú er nóg komið, takk!


mbl.is Gjaldmælalaust gjaldsvæði í skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband