Ófagnaður í Skerjafjörð

Bent i hringÍbúar í Skerjafirði urðu varir við megna ólykt frá umhverfi dælustöðvarinnar síðustu tvær vikur, sem getur þá tengst spilliefnalosuninni í Kópavogi. Umræður um það áttu sér stað á Fésbókinni. En það vekur furðu að fyrri atvik, ss. í Grafarholti, hafi ekki orðið til þess að samræmd umhverfisvöktun eigi sér stöðugt stað hjá Orkuveitunni, með skynjurum og aðvörunum. Klóaki er dælt um alla borg á milli sveitarfélaga í hring og út á Faxaflóa, en virðist geta flætt yfir við dælustöðvar. Menn virðast benda hver á annan í hring og Orkuveitan lætur ekki vita af því þegar óhöpp virðast vera að eiga sér stað.

Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur er sýnilega mun meira umhugað um að loka flugvöllum, stífla umferð og láta okkur hjóla en að vakta umhverfið okkar og að lágmarka umhverfisslys.


mbl.is Alvarlegt umhverfisslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hér í Grafafrvogi er þannig lykt í andrúmsloftinu í austanátt, að vinafólk utan af landi heldur fyrst að þetta komi upp úr sjónum en áttar sig síðan á því að þetta kemur frá virkjununum á Hellisheiði og við Nesjavelli. 

Ómar Ragnarsson, 24.2.2015 kl. 11:51

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Fýla alls staðar. Ég samhryggist ykkur. En Íslendingar eru að mínu mati bara svona lyktnæmir, því loftið er hreinna en víðast annars staðar og því finnur maður lykt af sérhverju prumpi á Íslandi. Í stórborgum heimsins og ESB blandast skítalyktin saman og menn venjast kokkteilnum, þótt oft fari sum fýla úr böndunum. Hellisheiðarfýla, fiskibræðsla, klóak, loðna. Allt eru þetta fýlur sem Íslendingar hafa lifað af við.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.2.2015 kl. 10:01

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Fýlan er aðallega ábending um það sem er að, hún er ekki endilega aðalmálið. Öllu mikilvægara er að lífríkinu sé ekki spillt með efnum og offlæði klóaks.

Ívar Pálsson, 25.2.2015 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband