Holuvallagata opinberast

IMG 4332Páskaþíðan sýnir okkur ástandið á götum bæjarins. Sérstaka athygli vekur Hofsvallagata (sjá myndir), sem hefur nýverið fengið milljónatugi króna, en sannarlega ekki í viðhald, heldur í prjál og furðuhönnun. Nú stendur víst til að eyða hundruðum milljóna króna í viðbót þarna til þess að fæla umferðina annað. Fer þetta ekki eins á Grensásvegi?

Borgaryfirvöld: Lagið göturnar! Ekki breyta þeim!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

 Malbikið á reiðhjólastígunum er orðið illa farið. Hvað segir það okkur? Varla er hægt að kenna nagladekkjum undir bílum um þær skemmdir. Þegar betur er að gáð sést að malbikið skemmist mest í lautum og þar sem reiðhjólastígarnir eru lægstir. Þar sem saltpækillinn rennur eftir götunni.

Það er saltið sem er að rústa gatnakerfinu, ásamt skelfilegum skort á viðhaldi. Þegar götu slitna, eins og eðlilegt er, þá safnast saltpækillinn í lautir og lægðir. Þar vinnur hann hratt og örugglega á malbikinu, uns hola myndast. Eftir það er við lítið ráðið, nema rífa allt malbik af viðkomandi götu og setja nýtt.

Nú er svo komið að í Reykjavík finnst varla sú gata sem ekki þarf að rífa upp frá grunni og byggja upp á nýtt, vegna sparnaðarstefnu borgaryfirvalda.

Höldum gatnakerfinu í góðu lagi. Til þess þarf reglulegt og gott viðhald, bann við saltnotkun og lögleiðing nagladekkja. Þegar þannig háttar að hálka verður meiri en svo að nagladekk ráði við hana, einkum í upphafi hláku, má srá sandi á göturnar.

Salt og malbik er eitraður kokteill, sem ætti að banna með öllu!!

Gunnar Heiðarsson, 5.4.2015 kl. 16:06

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Núverandi yfirvöld í borginni hugsa ekkert. Ekki einu sinni um hárgreiðsluna lengur.(DBE). Gata og bíll er orðið að helsta skotspón núverandi valdhafa í borginni og í reynd ekkert sem þessir bjálfar geta bætt úr, næstu tvö árin, því miður.

Allir setjí ónýta hjólbarða undir. Það sem eftir er af þeim (Hjólbörðunum) verður eytt að bjálfum og nostalgiudraumótabjálfum, innan tveggja ára. (The Major included)

Kveðja

Halldór Egill Guðnason, 6.4.2015 kl. 09:41

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Núverandi yfirvöld í borginni hugsa ekkert. Ekki einu sinni um hárgreiðsluna lengur.(DBE). Gata og bíll er orðið að helsta skotspón núverandi valdhafa í borginni og í reynd ekkert sem þessir bjálfar geta bætt úr, næstu tvö árin, því miður.

Allir setjí ónýta hjólbarða undir. Það sem eftir er af þeim (Hjólbörðunum) verður eytt af bjálfum og nostalgiudraumótabjálfum, innan tveggja ára. (The Major included amd all his shit, many years back.)

Kveðja

Halldór Egill Guðnason, 6.4.2015 kl. 09:43

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Gunnar, holurnar virðast ekki myndast hels vegna nagladekkja- slits heldur vegna upplausnar malbiksins. Fyrir utan augsýnilegt viðhaldsleysið, er nýja malbikið kannski umhverfisvæn jurtaolíudrulla sem leysist auðveldlega upp í saltinu? Eldra malbikið undir virðist amk. harðara af sér.

Halldór Egill, maður velur kannski ekki sömu orð og þú en sammála er ég þessari skoðun þinni: Gata og bíll eru orðin að helsta skotspón núverandi valdhafa í borginni.

Ívar Pálsson, 6.4.2015 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband