Fleyið er hriplekt

Kort-NAfrika-MidAusturlöndÆgilegir sjóskaðar við strönd N-Afríku benda á vandamálið að baki, stríð víða sem valda flóttamannastraumi inn á Schengen- svæðið, sem Ísland er enn hluti að. Heilu þjóðirnar eru á vergangi og sjá helst möguleika inn í ESB um Ítalíu og Grikkland, en flestir stefna á Norður- Evrópu.

Neyðin er víða

Neyð fólksins er slík að það vill frekar taka áhættuna yfir Sahara- eyðimörkina, inn í stríðshrjáða Libýu og með báti yfir Miðjarðarhafið en að láta lífið í stríðsátökum heimavið í Súdan, Sómalíu, Erítreu, Libýu, eða á Gaza- svæðinu. Einnig eru stríðsmenn á meðal fólksins, enda vilja mjög margir ekki segja til nafns eða þjóðernis eftir að þeim er bjargað. Sumir eru frá farsóttarsvæðum eins og e-bólusvæðum Mið- Afríku.

Óskráðir streyma inn í Schengen

En Ítalir og Grikkir hafa fengið nóg af þeirri reglu að þetta fólk og skráning þess sé vandamál móttökulandsins og því hafa skráningar verið afar gloppóttar undanfarið, en um 170.000 manns komu inn í ESB um Miðjarðarhafið í fyrra og 11.000 í síðustu viku. Talið er að allt að 100.000 manns hafi sloppið inn óskráðir og haldið norður á bóginn. Þar með eru þeir inni á Shengen- svæðinu. Svíþjóð tekur við flestum þessa dagana. Þar með hafa þau aukinn rétt á Íslandi vegna gamals vegabréfasamnings Norðurlandanna.

Upplýsingar eða réttur til stöðvunar

Aðal viðbára stjórnvalda hér á landi að halda okkur innan Schengen er að við fáum svo miklar upplýsingar með því að vera innan þess en utan. En ofangreint sýnir einmitt hve röng sú ályktun er, jafnvel þótt ekki sé minnst á ólöglega strauminn upp frá Sýrlandi og Írak í gegn um Tyrkland og Svartahafið inn í Rúmeníu og Búlgaríu.

ESB gefur kannski eftir

Nú er rætt um það innan ESB að hleypa inn kannski 130.000 manns frá þessum svæðum. En hver ESB- þjóð hoppar ekki af kæti, þar sem þetta leysir engin vandræði en býr þau til heimavið, þar sem þessir einstaklingar þurfa mikils en tala ekki tunguna osfrv. Þar að auki fara hinir 100.000 óskráðu áfram sína leið.

Íslendingar til björgunar

Íslendingar senda varðskip að Schengen- jaðrinum sem bjarga fjölmörgum fórnarlömbum stríðsbrasks úr lífshættu. En þetta varðskip ætti raunar að gæta íslenskrar landhelgi, sem það gæti ef Landhelgisgæslan fengi viðhlítandi fé frá ríkinu til reksturs síns. Lögregluyfirvöld hér á landi hefðu miklu betri stjórn á því hverjir koma hingað til lands ef við segjum okkur úr Schengen- samstarfinu, enda verður eflaust samvinna t.d. við Interpol þótt við verðum ekki að hleypa hverjum sem er hingað inn. Öllu auðveldara er að hindra för óæskilegra einstaklinga hingað til lands ef við erum ekki í Schengen og verðum að hleypa þeim inn þótt flest bendi til að margir hverjir valdi okkur kostnaði, vandræðum og jafnvel skaða.

Könnumst við það að stríðsástand hefur breytt forsendum Schengen- aðildarinnar. Segjum Ísland frá þeirri aðild.

 

 


mbl.is Talið að 700 flóttamenn hafi farist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sammála, burtu með þetta yfirgangs kerfi.  Ekki er ég þó vissum að þessi loppna ríkisstjórn geti haldið sómasamlega á því máli frekar en öðrum sem stjórnarandstaða  og Evrópusamband beita sér gegn. 

Hræðsla þessarar ríkisstjórnar við ruslahaug stjórnar andstöðunnar og feimni við Evrópusambandið er komin á það stig að full þörf er á ítarlegri rannsókn þar um. 

Það er ekki ærlegt að þora aldrei að segja hreint útúr pokanum.  Það er ekki ærlegt að gaufa í kringum málinn eins og kettir í kringum heitan graut mánuðum og árum saman, graut sem er fyrir löngu orðinn kaldur.       

Hrólfur Þ Hraundal, 20.4.2015 kl. 07:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband