Verðlauna- Lýsi

Katrín & Co standa sig ótrúlega vel með þetta stönduga fyrirtæki, Lýsi hf,  sem er nærri því sjötugt að aldri og stofnað af afa hennar og afabróður. Þau bæta heilsu fjölda fólks um allan heim með framsæknum vörum sem eru framleiddar í stærstu verksmiðju sinnar tegundar í heiminum. Hreinlætið og hátæknin í verskmiðjunni er með ólíkindum.  Lysi Reykjavik

Framsýni og seigla Katrínar stýrir þessu á heimsmælikvarða. Ég óska þeim hjá Lýsi til hamingju með verðlaunin og þakka fyrir einu vöruna sem hefur alltaf fylgt okkur fimm manna fjölskyldu daglega frá þriggja mánaða aldri. Það gera víst um 52.000 skeiðar- dagar núna!

 


mbl.is Lýsi verðlaunað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Sigríður, ég vísa til svars míns við færslu þinni, þar sem aðalvandræðavaldurinn í Þorlákshöfn er líklega hausaþurrkunin. En lýsisbræðsla færðist nær upprunanum, til ykkar og það er alltaf erfitt að eiga við lyktina. Vonandi finnst ásættanleg lausn á því.

Ívar Pálsson, 19.4.2007 kl. 18:00

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Sigríður, ég vísa til svars míns við færslu þinni, þar sem aðalvandræðavaldurinn í Þorlákshöfn er líklega hausaþurrkunin. En lýsisbræðsla færðist nær upprunanum, til ykkar og það er alltaf erfitt að eiga við lyktina. Vonandi finnst ásættanleg lausn á því.

Ívar Pálsson, 19.4.2007 kl. 18:03

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Merkilegt að peningalykt skuli enn ergja fólk.  Þetta er frábært fyrirtæki og ég er viss um að þeir gerðu eitthvað til að sætta þessi viðkvæmu nef ef fólk færi fram á það.  Það dugir ekki að tuldra ofan í bringu. Bændur á þingi vildu á sínum tíma banna síldveiðar og settu fram frumvörp um slíkt, meðal annars með þessum rökum.  Undir lá þó að þeir vildu áfram halda í vinnuhjú sín, sem var í vistarböndum og þáðu nánast bara mat og húsaskjól fyrir vinnu sína. Það sem í raun lá að baki var þó að Norðmenn borguðu verkafólki beint en afhentu ekki bændum launin.  Sama framsýni þessa hóps vildi líka banna ritsímann og hitaveituna.  Þeir kölluðu sig Framsókn.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.4.2007 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband