Þvingum okkur sjálf úr viðskiptum

Russia tradeban StatistaStuðningur íslenskra stjórnvalda við viðskipta- þvinganir á Rússa var fyrirsjáanlegt stórslys. Við erum friðsöm smáþjóð sem lifir á viðskiptum, en ESB og Bandaríkin nota þessa kúgunartakta til þess að ná fram pólitískum markmiðum sínum. NATÓ er varnar- bandalag sem við styðjum réttilega, en ekki þegar það er misnotað í valdatafli stórveldanna í að fara út fyrir umboð sitt.

Hverjir þjást mest?

Viðskipti stuðla jafnan að friði en viðskipta- þvinganir auka ófrið og valda þeim sem minnst mega sín í viðtökulandinu mestu tjóni en síðan þeirri þjóð sem leggur bannið á eða styður það. Tjónið sem skammsýni íslenskra stjórnvalda veldur með þessari fylgispekt við ESB er ekki aðeins beint, heldur heilmikið óbeint tjón. T.d. fyllast allar frystigeymslur núna sem hrúgar upp kostnaði á öðrum sviðum en með makríl, þannig að arðbær rekstur rýkur í taprekstur.

Frið frá stjórnvöldum

Stjórnmálamenn deila út í eitt um milljónakostnað en vaða óhindrað í tekjuskerðingu upp á tugi milljarða króna í misskildum stuðningi við valdbeitingu á efnahagssviðinu. Höldum hlutleysi okkar og látum stórþjóðir um að skapa sér vandræði með refskák sinni. Drögum þennan stuðning við efnahagsaðgerðir gegn Rússum (eða raunar hverjum sem er) til baka strax.

 


mbl.is Erfitt setji Rússar bann á Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ef íslendingar beita viðskiptabanni gagnvart einhverri þjóð (þ.e.a.s. hættir að kaupa vörur frá einnhverri þjóð með formlegum hætti) , geta íslendingar tæplega vænst þess að viðkomandi kaupi af okkur vörur áfram eins ekkert og hafi í skorist. Þetta er auðvitað bara rugl.

En ESB hefur einnig ákveðið formlega að kaupa ekki af íslendingu makríl)

Bandaríkjamenn eru einnig með derring út af hvalveiðum.

En við látum sem ekkert sé. 

Rússland er að hugsa um að verða þriðji aðilinn sem er með viðskiptaþvinganir gagnvart íslendingum

Kristbjörn Árnason, 6.8.2015 kl. 17:00

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nákvæmlega sammála þér, Ívar, heilar þakkir. smile

Í framhjáhlaupi má geta þess, að í fyrradag og þar til í gær var spurt á vef Útvarps Sögu: "Eiga íslendingar að taka þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi?" --Niðurstaðan varð: Já sögðu 47 (9,1%), hlutlausir voru 10 (1,9%), en NEI sögðu 458 (88,9%). Nú er þar spurt til hádegis á morgun, föstudag: "Telur þú að forseti Íslands geti komið í veg fyrir viðskiptastríð milli Íslands og Rússlands?"

Ráðherrann er EKKI með þjóðina með sér í þessu máli.

Jón Valur Jensson, 6.8.2015 kl. 20:38

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Kristbjörn, við eigum ekki að fóstra viðskiptastríð stórveldanna, þar sem við kremjumst auðveldlega undir í atganginum. 

Jón Valur, þetta er fróðleg niðurstaða. Hlustendur Sögu geta að vísu verið hallari undir ákveðin málefni en fólk almennt, en svona skýr munur er þó afgerandi.

Þórr forsetinn hafi reynst okkur vel í Icesave- málunum, þá er hann fremsti talsmaður utanríkisþjónustunnar, sem er gegnsýrð sjálf af ESB- fræðum. Hann er afar ólíklegur til þess að rugga þessum báti í siglingaklúbbi Evrópu- elítunnar.

Ívar Pálsson, 6.8.2015 kl. 21:22

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Þótt forsetinn... á þetta víst að vera!

Ívar Pálsson, 6.8.2015 kl. 21:23

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Makríll Íslands fór aðallega á Rússland og til Nígeríu. ESB vill ekki að við veiðum og seljum makríl og vill halda okkur með í þessum viðskiptaþvingunum á Rússa til þess að geta síðan bent á birgðasöfnun okkar, núna þegar Nígería er í greiðsluvandræðum. 

Ívar Pálsson, 6.8.2015 kl. 21:55

6 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Fiskur til Rússlands frá Íslandi frá því í ágúst á síðasta ári þar til núna;

180 milljónir $

Frá Japan 187 milljónir $

Viðskipti við Swiss, trúlega nokkur armbandsúr.

Margt fróðlegt að finna á http://www.gazet.ru

Sindri Karl Sigurðsson, 6.8.2015 kl. 22:27

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki veit ég, Ívar, hvort þú ert (ennþá?) í Sjálfstæðisfokknum, en frábært er, að málefnalegur álitsgjafi eins og þú leggir fram þín mjög svo gildu rök í þssu máli. Ekki hef ég séð fylgismenn nefnds flokks hafa augun opin fyrir þessu, fyrir utan Ásmund Friðriksson alþm. og Jón Magnússon varaþingmann - sjá grein hans hér: http://jonmagnusson.blog.is/blog/jonmagnusson/entry/1907850/

Það verður að mynda fjöldasamtök gegn þessari óhæfu stjórnvalda okkar, efna til útifundar og/eða til undirskriftaherferðar um að hrundið verði ákvörðunum utanríkismálanefndar og að alþeingismenn taki sér tak í því að vinna fyrir þjóðarhagsmuni, EKKI gegn þeim!

Eða búast þeir við, að Rússar "skili" Krímskaganum, þótt mikill meirihluti íbúa þar vilji það ekki?!

Ef þeir búast ekki við því, stendur þá til að hafa útflutningsbann á sölu matvæla til Rúslands út öldina?! Svo halda þessir hræsnarar í Brussel, fulltrúar stóru ríkjanna, áfram að undanskilja ýmis önnur vöruviðskipti við Rússland og ætla sér örugglega áfram að kaupa gas af Rússum, þótt smápeð eins og Íslendingar verði að taka á sig stóra tekjuskerðingu, af því að ráðamenn hér láta Evrópusambandið (harðan andstæðing okkar í Icesave- og makrílmálum) fjarstýra sér!

Jón Valur Jensson, 7.8.2015 kl. 11:24

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Jú, Jón Valur, ég er og verð gildur félagi í Sjálfstæðisflokknum. Mér sýnist þessi ESB- undirgefni aðallega koma í gegn um Framsókn þessa dagana, en furða mig þó á því að Birgir Ármannsson formaður Utanríkismálanefndar skuli taka svona skýrt undir ESB/USA hliðina í þessu mikilvæga máli. Kannski var hann ofurliði borinn?

Ívar Pálsson, 7.8.2015 kl. 12:10

9 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ef hann var ofurliði borinn þá á hann að sjálfsögðu að segja af sér sem formaður. Stóra vandamálið í þessu öllu saman er að jarðtengingin á milli stjórnmála og raunveruleikans er brostin.

Pólitíkin virðist einfaldlega fara sínu fram, hvað sem tautar og raular.

Sindri Karl Sigurðsson, 7.8.2015 kl. 12:29

10 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Ívar, ég á ekki orð í eigu minni yfir afstöðu þína gagnvart Úkraínumönnum og innrás Rússa í fullvalda Úkraínu. Er sama uppi á teningnum þegar að yfirgangi Rússa gagnvart Eystrasaltsríkjunum kemur? Það eru vissulega uppi hugmyndir um að "verja minnihlutann" í þeim löndum.

Lærðum við þá ekkert af sögu millistríðsáranna?

Einar Sveinn Hálfdánarson, 7.8.2015 kl. 19:32

11 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Við lærðum það af sögu millistríðsáranna að skipta okkur ekki af hlutum sem við höfum ekkert í að gera, ef og þegar til átaka kemur. Það var ástæðan fyrir því að við lýstum yfir hlutleysi í þeim átökum sem fylgdu.

Það virðist vera svo að í dag hefur enginn lært neitt, muna varla hvernig veðrið var í nóvember á síðasta ári, hvað þá meira. Enda búið að rífa alla hluti úr samhengi og þekking og skilningur á efni og afleiðingum af mjög svo skornum skammti.

Sindri Karl Sigurðsson, 7.8.2015 kl. 21:01

12 Smámynd: Ívar Pálsson

Sindri Karl, ég er sammála því að hlutleysið hæfir okkar friðsömu þjóð.

Einar Sveinn, ég tók ekki afstöðu gagnvart Úkraínumönnum eða Rússum í hernaði þeirra beggja. Við höldum einmitt áfram viðskiptum við báðar þjóðirnar og leggjum ekki blessun okkar yfir þvinganir á einn eða neinn, enda eykur slíkt eymd íbúa beggja landanna og allan ófriðinn. Rússar munu aldrei "skila" Krímskaga og friður kemst ekkert frekar á í Austur- Úkraníu ef við pínum Rússneskan almenning með viðskiptaþvingunum. Höfum vit á því að vera ekki varnarlaus peð í pólitískri refskák, heldur riddarar frelsis og viðskipta.

Ívar Pálsson, 8.8.2015 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband