Schengen er sprungið

Afghanir antiwarNú er flestum orðið ljóst að Schengen sem landamæraeftirlit er löngu sprungið. Hver þjóðhöfðinginn af öðrum viðurkennir það að óbreytt uppsetning kemur ekki í veg fyrir flóttamannastraum sem endar í milljónum manna. Þessi tilraun mistókst vegna hönnunargalla í upphafi, líkt og Evran gerði gagnvart Evruþjóðum. Hvorttveggja kallar nú á verulegar fórnir hverrar þjóðar og miðstýringu, sem gengur þvert á lýðræðislegan rétt þjóðanna til þess að standa vörð um þjóðskipulag sitt. 

Óstjórnandi flóð

Við horfum upp á mannmergðina vaða inn á Schengen- svæðið úr mörgum áttum. Þannig fóru amk. 100.000 manns óskráðir inn í Evrópu og verða líklega 800.000 manns inn í Þýskaland á þessu ári.  Um 80% fólksins er frá Sýrlandi, Afghanistan eða Erítreu, allt stríðshrjáðum löndum. Um 75% heildarinnar eru fullorðnir karlmenn og amk. 90% þeirra eru múslimar. Líkurnar á því að þeir fái flestir vinnu og aðlagist fljótt friðsömu vestrænu þjóðfélagi án vandræða og virði t.d. full réttindi kvenna verða að teljast afar hæpnar. 

Öryggi strax

Schengen setur Ísland í erfiða stöðu vegna öryggismála. Nýjar aðstæður krefjast þess að við segjum okkur úr Schengen- aðildinni en lýsum yfir fullum vilja til þess að halda samvinnu áfram við Interpol ofl. og á grundvelli EES- samstarfs. Setjum aukinn kraft í landhelgisgæslu og verjum rétt okkar til þess að halda áfram að vera öruggasti staður á jarðríki, eins og kom fram fyrir skemmstu. Bíðum ekki eftir vandræðum til þess að taka til aðgerða, framkvæmum strax.

Auk þess legg ég til að ESB- umsóknin verði almennilega dregin til baka.

 


mbl.is „Mikilvægt fyrsta skref“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

UMSÓKNIN; Já það heyrist lítið í utanríkisráðherra,eftir að hafa lagst kylliflatur fyrir Esb. Hann er ekki manngerðin sem við þurfum til að verjast fullveldi okkar. Þótt greiningin sé röng hjá mér,að hann hræðist öskrin í Esb,sinnum sérstaklega þegar sést í úfinn á þeim,þá er þó hitt eftir laumu.Esb,sinni.

Helga Kristjánsdóttir, 9.9.2015 kl. 02:05

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Við verðum hvorki  losuð við ESB umsóknin né Schengen með þessum manskap óviljugum  og óskrifandi.  ESB og Schengen er sérlega og eingöngu smíðað handa fláráðu hrekkjusvínunum í sandkassanum og það er  alltaf að verða ljósara og ljósara þeim sem sjá hvort sem þeir vilja sjá eða ekki. Burtu með burstaklippta, Schengen og ESB.

Hrólfur Þ Hraundal, 9.9.2015 kl. 07:08

3 identicon

Ísland á við miklu stærri vandamál að stríða en Schengen.  Farðu tilbaka til 2008, og skoðaðu hvernig "snobbar" á Íslandi komust upp með að setja allan vandann á herðar almenningi, sem dæmi.

Hvað varðar flóttamenn, þá er þetta vandamál sem þarf að taka á.  Að reka þá aftur út í Miðjarðarhaf, er engin lausn á þessu vandamáli.  Vandamálið er ISIS, og þau endalaus stríð sem bandaríkin heija, án þess að ljúka þeim eða byggja aftur upp hin hrjáðu svæði.  Og svo, ofan á allt, skrifar undir samning við Íran (aðal muslimaríkið, og hryðjuverkaaðstoðina) að þeir getir orðið næsta Kjarnorkulandið.

Tímabundin lausn, er náttúrulega að taka á móti flóttamönnum og sjá til að þeir hafi það þokkalegt.  Langtímalausn, er að Evrópa verði fullvelda, og hafi nægan her til að fara þarna niður og ganga mill bols og höfuðs á ISIS, og geta síðan bugg upp heimili þessa fólks, svo það geti snúið aftur heim.  En til þess, verður þ€tta fólk að eiga heimaland að snúa til.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.9.2015 kl. 07:54

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvað segja félagar þínir í Valhöll?

Eru þeir tilbúnir "AÐ STANDA VÖRÐINN" með þér í því að bakka út úr Schengen?

Jón Þórhallsson, 9.9.2015 kl. 09:36

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Helga og Hrólfur, litlar líkur eru á því að þessi utanríkisráðherra dragi umsóknina til baka, þar sem t.d. ráðuneytisstjóri hans er ESB-maður í fremstu röð.

Bjarne Örn, enginn Evrópskur her verður til, sem betur fer og stríðin við botn Miðjarðarhafs halda áfram að verða æ flóknari. Líka við norðurströnd Afríku, þar sem t.d. í Líbíu eru líklega um 200 mismunandi aðilar í stríði hver við annan eftir að við sprengdum Gaddafi í loft upp.

Jón, vandinn heima er hugsanlega að reynsluboltinn með mestu þekkinguna á Íslandi í málinu, Björn Bjarnason, heldur enn í Schengen vonina þótt aðstæður séu núna gerólíkar fyrri tíð. Andi fjöldans er gegn Schengen, en ekkert mun breytast fyrr en Björn endurskoðar álit sitt á Schengen- samstarfinu.

Annars heyrir maður núna að vandamálið sé raunar mest EES, eða amk. hvernig litið er á þann samning núna eins og hver lína sé heilög, en það var ekki svo fyrir Jóhönnu tíma.

Ívar Pálsson, 9.9.2015 kl. 09:56

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, burt með burstaklippta, Schengen og ESB ! wink laughing

En þakka þér fyrir mjög greinargóðan pistil þinn, Ívar!

Jón Valur Jensson, 9.9.2015 kl. 15:32

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Nú segir Bloomberg frá því að Danir gefast upp á flæðinu. Lögreglan lýsir ástandinu hér að neðan. Segið svo að Schengen landamæri séu til! 

Those entering Denmark probably can’t return to their own countries, and police can’t hold them for an undetermined length of time, Hoejbjerg said. “There is no other option than we let them go and so we cannot stop them from traveling wherever they want,” he said.

Ívar Pálsson, 10.9.2015 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband