Eymdarstefnan innsigluð

Enginn businessStjórnmálafólkið sem kjósendur ráða til þess að fara með sameiginlega sjóði okkar er ekki endilega það skynsamasta í viðskiptum eða gætir fjármála okkar sem best. Það sést best á vanhugsaðri þáttöku í pólitískum yfirlýsingum, helst í gegn um ESB og er stuðningur við viðskiptahindranir gegn Rússlandi skýrt dæmi um þetta. Alvara þess máls verður nú öllum ljóst, þótt það hafi verið fyrirsjáanlegt frá upphafi þess í fyrra.  Nú rignir afleiðingunum yfir, þegar þessir markaðir stíflast og viðskipti Rússa leita annað, þangað sem erfitt verður að ná í þau aftur til baka.

Prinsipp hverra?

En fleira hangir á spýtunni t.d. kvóti íslenskra skipa í Barentshafi í samningum við Rússa og Norðmenn. Þar eru verulegir hagsmunir fyrir Ísland í húfi, sbr. Baksvið í Morgunblaðinu þann 17. desember sl., en verulega er hætt við því að þessir hagsmunir okkar fari líka forgörðum vegna þessarar stífni við Rússa. Íslenskir stjórnmálamenn setja sig á háan hest og tala um prinsipp, á meðan aðalprinsippið er það að þeir eiga að gæta hagsmuna heildarinnar í hvívetna en eru ekki að því frekar en fólskur meirihlutinn í borgarstjórn í dæmalausri samþykkt sinni gegn Ísrael.

Viðskiptabönn til eymdar

Á meðan síblaðrandi ídealistar koma og fara á þingi og í borgarstjórn í gegn um árin er alvöru fólk að leggja allt sitt að veði til þess að bæta hag sinn og annarra með fjárfestingum og markvissu starfi víða um heiminn, þar sem horft er til fjölda ára framundan, en ekki til næsta fréttatíma eins og hjá dægurflugunum, stjórmálafólkinu. Því ber að sýna þessari viðleitni tilhlýðilega virðingu og styðja viðskiptafrelsi á öllum sviðum, enda er það heillavænlegast til friðar í heiminum. Viðskiptabönn virka ekki, hafa jafnan valdið eymd og volæði og koma verst við þá sem síst skyldi. Drögum stuðning Íslands við ESB- viðskiptabannið á Rússland til baka og friðmælumst við aðra eins og við höfum gert frá upphafi vega.


mbl.is Óbreytt afstaða Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Gíslason

Endurspeglast ekki utanríkisstefna okkar í þessu myndbroti.  Í prinsippinu viljum við vera full af prinsippum varast allt utanaðkomandi en tilbúinn að kasta öllum prinsippum ef það kemur við pyngjuna hjá okkur.

https://www.youtube.com/watch?v=zzz1cjMNb10

Gísli Gíslason, 21.12.2015 kl. 10:22

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Gísli, heimsviðskiptin halda okkur öllum á floti eins og þú þekkir svo vel. Síðan velja mistækir pólitíkusar að fylgja valdblokkum í brölti þeirra og láta þjóðina gjalda fyrir með fylgni við vanhugsaðar leiðir. Hvenær heldur þú að Rússar skili Krímskaga?

Ívar Pálsson, 21.12.2015 kl. 10:57

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Ívar; það vantar mann eins og þig á Alþingi til að átta sig á aðal-atriðum málsins á þeim vettvangi.

Jón Þórhallsson, 21.12.2015 kl. 11:39

4 Smámynd: Gísli Gíslason

Ívar ég var að tala um prinsippiði í Íslendingum sem er svipað og hjá Ragnari Reykás.  Held að sú fullyrðing standist alveg, þ.e. fólk vill prinssipp alveg þar til það kemur að pyngju þess sjálfs.

Gísli Gíslason, 21.12.2015 kl. 12:32

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk, Jón ein nei takk! Ég hef rekið eigið útflutningsfyrirtæki í hartnær þrjá áratugi og það er fínt að meðaltali. En eltingaleikur ýmissa Alþingismanna við það sem þau halda að sé vinsælast á hverjum tíma er sannarlega ekki minn tebolli. Alltaf verður að hugsa út líklegar afleiðingar af hverri aðgerð eða aðgerðarleysi en ráðamönnum tekst það ekki að jafnaði. Sumum herfilega eins og síðustu stjórn, sem setti nýjan staðal í slæmum ákvörðunum.

Við almenningur eigum bara að veita almennilegt aðhald, en reyna að tala einungis um staðreyndir, ekki festast í tilfinningaflökti stundarinnar.

Gísli, þá erum við kannski á sömu línu, að ráðamenn eigi að hugsa um hagsmuni heildarinnar áður en þeir fara í aðgerðir vegna prinsippa sinna um það hvernig þeim finnst að einstaka þjóðir ættu að hegða sér.

Ívar Pálsson, 21.12.2015 kl. 13:38

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er alveg dæmalaust hvað stjórnmálamönnum tekst ítrekað að skjóta sig í fótinn og það án þess að fatta það. embarassed

Tómas Ibsen Halldórsson, 21.12.2015 kl. 15:25

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Já og margt af því er fyrirsjáanlegt með afbrigðum eins og þessi stuðningur við ESB- viðskiptabannið snemma í fyrra. Það lá fyrir hvað úr yrði, hvað þá þegar utanríkisráðherra beinlínis bað um að við yrðum sett á bannlistann hjá Rússum.

Ívar Pálsson, 21.12.2015 kl. 15:45

8 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ótrúleg þjónkun við ESB og Obama sem mun ekki leiða neitt gott af sér.

Tómas Ibsen Halldórsson, 21.12.2015 kl. 16:30

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Við erum ekki í ESB og eigum ekki að vera spyrt með utanríkis- klúðri þeirra gagnvart öðrum. Öðruvísi yrði tekið á þessu ef Úkraína hefði verið í NATÓ. En viðskiptabönn ættu samt ekki við.

Ívar Pálsson, 21.12.2015 kl. 17:17

10 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Herna- búum við a KRÍMSKAGA ? ERUM VIÐ EKKI LÍTÐ LAND Í KAPPI VIÐ AÐ HALDA LIFTÓRUNNI Á AFURÐUM OKKAR- SEM ERU BESTAR AF ÖLLU ?

 HVERNIG GETUM VIÐ DÆMT KRÍMSKAGAMál Russa- eða borið lotningu fyrir usa ? við þurfum að hugsa um okkar markaði- við erum ekki í hernaði.

Erla Magna Alexandersdóttir, 21.12.2015 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband