Svíar áttuðu sig sl. 3 mánuði

Flottamenn DK til SviaSvíar áttuðu sig seint, með sitt galopna faðmlag gagnvart flóttamönnum, en loksins síðustu mánuði sjá þeir flestir að þessi stefna hefur leitt til stórvandræða. Þeir tóku við um 160.000 manns einungis á þessu ári. En 2/3 hluti þeirra sem hafnað er landvistar lætur sig hverfa í Svíþjóð og eru þannig um 14.000 manns týndir þar á árinu. Þess má geta að Ísland og Svíþjóð eru bæði innan Schengen- svæðisins og með aukið frelsi í ferðum sín á milli vegna eldri samninga innan norðurlanda.

Undanþágur?

Svíar vilja almennt núna fá undanþágu frá Schengen sáttmálanum og loka landamærunum. En nærri tveir Svíar á móti hverjum einum vilja ekki taka við fleiri flóttamönnum, enda er orðið augljóst að í óefni er komið.

Stemma flóðið af

Um 14 milljónir flóttamanna bíða eftir inngöngu á jaðri Schengen- svæðisins. Ísland hefur enn möguleika á því að halda stjórn á þessum málum hjá sér með því að segja skilið við Schengen strax, enda yrði augljós skilningur á þeirri afstöðu þar sem nær allar Norður- Evrópuþjóðir vilja gera svo "tímabundið" (en verður ekki opnað aftur um ófyrirsjáanlega framtíð). 

Lítum raunsætt á flóð flóttamanna. Setja þarf upp gáttirnar strax og kveðja Schengen.


mbl.is Vilja ekki fleiri flóttamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er eitthvað að marka fjölmiðla í Svíþjóð, það ríkir gífurleg ritskoðun og höft á tjáningum, þannig að það er erfit að sjá hvað meirihluti svía vill.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 28.12.2015 kl. 23:07

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Skoðanakannanir sýna það sem næst kemst sannleika, líklega í Svíðjóð líka! En augsýnilega varð gerbreyting á afstöðu Svía sl. mánuði þegar holskeflan skall á. Fáir verja Schengen lengur, nema alhörðustur Eurokratar hér uppi á klaka.

Ívar Pálsson, 29.12.2015 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband