Norrænt landamæraeftirlit, nema á Íslandi

NetholanÍslensk stjórnvöld draga lappirnar í Schengen- málinu á meðan flestir nágrannarnir taka upp landamæraeftirlit "tímabundið". Lausnin er svo augljós fyrir Ísland að þetta tómlæti tekur engu tali. Ef síðustu götin í Evrópu- netinu verða hjá okkur, þá liggur fyrir að vandræðin leita hingað.

Ísland verður að drífa sig úr Schengen og draga ESB- umsóknina til baka. Annars verða vandræði. 


mbl.is Danir taka upp landamæraeftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Mig hefur alltaf grunað að ráðamenn og Góða Gáfaða Fólkið sé treggáfað, en þessi seinagangur styður grun minn.

Bíðið bara eftir útlendingafrumvarpi Proppé, þá sér fólk hversu treggáfað ráðamenn og Góða Gáfaða Fólkið virkilega er.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 5.1.2016 kl. 01:04

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ég hef víst sagt það þrisvar hér í bloggheimum,að í aðdraganda seinustu kosninga var spurningu til BB.um Shengen afsögn svarað afdráttarlaust með nei-i.Líklega var stórárangur þessara ráðamannn í seinustu kosningum allt eins vörn gegn vinstri góðmennunum. Ef allt um þrýtur erum við sjáfstæðissinnar líklegir til að flykkjast um sterkan hægriflokk,þar sem engir frambjóðendur væru innvinklaðir í samstarfsmanna sambönd á þingi.Það styrkti ennþá betur hugmyndir okkar um fullveldið. 

Helga Kristjánsdóttir, 5.1.2016 kl. 12:55

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Jóhann, gáfur Íslendinga eru í lagi í heildina, en hvernig farið er gjarnan með þær gáfur eru vandræðin. Fólk talar um upplýsingaskort, en ef það færi á netið og kynnti sér almennilega t.d. gang Evrópumála og fólksflutninga- vandans, þá kæmi það tæpast með vanhugsaðar tillögur um lausnir Íslendinga á heimsmálunum. Það er álíka vitlaust og að við yrðum miðstöð bankamála fyrir hrun.

Helga, enn er það svo að samþykktir landsfundar Sjálfstæðisflokksins virðast þvælast fyrir Bjarna Ben, þar sem segir skýrt að endurskoða beri Schengen aðild Íslands. Flokkurinn er með þetta á hreinu en fjöldi Evrópusinna er fyrir í kerfinu, aðstoðarmaður BB, ráðuneytisstjórinn osfrv. þannig að Já-ráðherra kerfið er á fullu gegn því að slíta Schengen og að draga ESB- umsóknina til baka. Stofnun annars flokks hjálpar varla til. Svo má brýna deigt járn að bíti.

Ívar Pálsson, 5.1.2016 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband